Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 17. september 2022 18:45
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Það var bara disaster
Arnar gat ekki leynt vonbrigðum sínum
Arnar gat ekki leynt vonbrigðum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er þungt högg í magann en við áttum ekkert meira skilið úr þessum leik. Við vorum flatir frá fyrstu mínútu. Við vorum kannski á 70% tempó í fyrri hálfleik en samt sterkara liðið í frekar flötum leik og ef við hefðum gefið aðeins í gætum við unnið þennan leik auðveldlega en eftir 2-0 var þetta bara hörmung. Við vorum bara að bíða eftir að leikurinn kláraðist og á móti svona góðu liði eins og KR kann það aldrei góðri lukku að stýra.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn er Víkingur og KR gerðu 2-2 jafntefli í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildarinnar í Víkinni fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Arnar gerði skiptingu tiltölulega snemma í síðari hálfleik þegar hann tók Helga Guðjónsson og Ara Sigurpálsson af velli fyrir Halldór Smára Sigurðsson og Birni Snæ Ingason. Nokkuð varnarsinnuð skipting en urðu Víkingar of passívir fyrir vikið?

„Það var bara “disaster” reyndar voru Kyle og Oliver að ströggla mikið og báðir búnir að biðja um skiptingar en mér fannst betra að þeir myndu klára leikinn í þriggja manna eða fimm manna vörn heldur en fjögurra. Þriggja manna vörn getur líka verið sóknarvopn eins og við sýndum á móti Blikum í bikarnum en þetta var bara hörmung. Færslurnar voru lélegar og það var eins og menn hefðu ekki spilað þetta kerfi áður. Hornspyrnunar voru síðan með eindæmum lélegar ef ég á að segja eins og er. Fyrsta hornspyrnan er eins og við værum að verjast á móti 5.flokks liði. Boltanum lyft inn á teiginn og alltof auðvelt fyrir lið sem á að vera með topplið og í toppbaráttu.“

Jafnteflið gerir það að verkum að forskot Breiðabliks á toppi deildarinnar er nú átta stig þegar 5 leikja úrslitakeppni hefst. Tölfræðilegur möguleiki en mjög óraunhæft fyrir Víkinga að verja titilinn?

„Það er mjög óraunhæft að svona gott lið eins og Blikar séu að fara að tapa svona mörgum stigum og þetta er bara okkur að kenna. Við vorum með Blika í kverkataki eftir bikarleikinn en í staðinn fyrir að reiða til rotthöggs slepptum við þeim úr köðlunum og slepptum þessu sálfræðilega taki sem við höfðum eftir bikarleikinn. Það er leiðinlegt að hugsa til baka að hafa ekki klárað þessa leiki betur gegn ÍBV hér heima og svo gegn KR en við erum bara búnir að fá á okkur alltof mörg mörk í sumar. Stærðfræðilega ef þú ætlar að vinna titil þá ertu að fá á þig 1 mark í leik en við erum búnir að fá á okkur töluvert meira en það og þess vegna erum við ekki í efsta sætinu.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir