Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 17. september 2022 18:45
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Það var bara disaster
Arnar gat ekki leynt vonbrigðum sínum
Arnar gat ekki leynt vonbrigðum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er þungt högg í magann en við áttum ekkert meira skilið úr þessum leik. Við vorum flatir frá fyrstu mínútu. Við vorum kannski á 70% tempó í fyrri hálfleik en samt sterkara liðið í frekar flötum leik og ef við hefðum gefið aðeins í gætum við unnið þennan leik auðveldlega en eftir 2-0 var þetta bara hörmung. Við vorum bara að bíða eftir að leikurinn kláraðist og á móti svona góðu liði eins og KR kann það aldrei góðri lukku að stýra.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn er Víkingur og KR gerðu 2-2 jafntefli í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildarinnar í Víkinni fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Arnar gerði skiptingu tiltölulega snemma í síðari hálfleik þegar hann tók Helga Guðjónsson og Ara Sigurpálsson af velli fyrir Halldór Smára Sigurðsson og Birni Snæ Ingason. Nokkuð varnarsinnuð skipting en urðu Víkingar of passívir fyrir vikið?

„Það var bara “disaster” reyndar voru Kyle og Oliver að ströggla mikið og báðir búnir að biðja um skiptingar en mér fannst betra að þeir myndu klára leikinn í þriggja manna eða fimm manna vörn heldur en fjögurra. Þriggja manna vörn getur líka verið sóknarvopn eins og við sýndum á móti Blikum í bikarnum en þetta var bara hörmung. Færslurnar voru lélegar og það var eins og menn hefðu ekki spilað þetta kerfi áður. Hornspyrnunar voru síðan með eindæmum lélegar ef ég á að segja eins og er. Fyrsta hornspyrnan er eins og við værum að verjast á móti 5.flokks liði. Boltanum lyft inn á teiginn og alltof auðvelt fyrir lið sem á að vera með topplið og í toppbaráttu.“

Jafnteflið gerir það að verkum að forskot Breiðabliks á toppi deildarinnar er nú átta stig þegar 5 leikja úrslitakeppni hefst. Tölfræðilegur möguleiki en mjög óraunhæft fyrir Víkinga að verja titilinn?

„Það er mjög óraunhæft að svona gott lið eins og Blikar séu að fara að tapa svona mörgum stigum og þetta er bara okkur að kenna. Við vorum með Blika í kverkataki eftir bikarleikinn en í staðinn fyrir að reiða til rotthöggs slepptum við þeim úr köðlunum og slepptum þessu sálfræðilega taki sem við höfðum eftir bikarleikinn. Það er leiðinlegt að hugsa til baka að hafa ekki klárað þessa leiki betur gegn ÍBV hér heima og svo gegn KR en við erum bara búnir að fá á okkur alltof mörg mörk í sumar. Stærðfræðilega ef þú ætlar að vinna titil þá ertu að fá á þig 1 mark í leik en við erum búnir að fá á okkur töluvert meira en það og þess vegna erum við ekki í efsta sætinu.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner