Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. nóvember 2022 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Sadio Mane missir af HM (Staðfest)
Mynd: EPA

Sadio Mane þarf að fara í aðgerð á hné og missir því af öllu heimsmeistaramótinu.


Þetta er mikill skellur fyrir Senegal sem er að missa einn af bestu leikmönnum heims úr leikmannahópi sínum.

Mane meiddist á hné í leik með Bayern München 8. nóvember og var upphaflega talið að meiðslin væru smávægileg en núna er komið í ljós að framherjinn öflugi þarf aðgerð.

Senegal er í þokkalega þægilegum riðli á HM og byrjar mótið á leik gegn Hollandi á mánudaginn. Þeim leik fylgir svo leikur gegn heimamönnum í Katar og loks gegn Ekvador sem komst upp í gegnum gríðarlega erfiða undankeppni í Suður-Ameríku.

Mane er hetja Senegala og skoraði sigurmarkið þegar þjóðin varð Afríkumeistari í fyrsta sinn í febrúar. Senegal vann Egyptaland eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.

Mane endurtók þetta tveimur mánuðum síðar þegar Senegal mætti Egyptalandi í umspilsleik um laust sæti á HM í Katar. Mane skoraði þá aftur sigurmarkið í vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner