Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 18. febrúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Crouch klár í að leysa meiðslavandræði Tottenham
Tottenham varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að Son Heung-Min spilar líklega ekki meira á tímabilinu vegna handarbrots.

Fyrir á meiðslalistanum er framherjinn öflugi Harry Kane en óvíst er hvort hann komi meira við sögu á tímabilinu.

Á fréttamannafundi í dag var rætt við Joes Mourinho stjóra Tottenham um öðruvísi reglur á Spáni þar sem Barcelona hefur fengið undanþágu til að bæta við sig framherja vegna meiðsla í hópnum.

Mourinho grínaðist að hann vildi bæta Peter Crouch við sinn hóp og framherjinn hávaxni var ekki lengi að svara honum eins og sjá má hér að neðan.

Hinn 39 ára gamli Crouch spilaði með Tottenham frá 2009 til 2011 en hann lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar.




Athugasemdir
banner