Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. febrúar 2021 18:20
Aksentije Milisic
Jimenez byrjaður að æfa
Jimenez liggur eftir.
Jimenez liggur eftir.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, hefur staðfest það að Raul Jimenez, sóknarmaður liðsins, sé byrjaður að æfa með liðinu.

Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik gegn Arsenal fyrr í vetur en Santo segir að hann sé enn langt frá því að snúa á völlinn.

Jimenez lenti í samstuði við David Luiz, varnarmann Arsenal, sem endaði með því að hann höfuðkúpubrotnaði og fór útaf á börum og með súrefniskút. Þetta atvik gerðist í nóvember á síðasta ári.

Óttast var að Jimenez yrði frá út tímabilið en nú er möguleiki á því að hann gæti náð einhverjum leikjum. Santon segir að félagið ætli þó að sýna mikla þolinmæði með Jimenez enda mjög alvarleg meiðsli.

„Hann er að æfa, hann er að taka þátt í ákveðnum æfingum með liðinu og hann er að sýna framfarir. Við þurfum hins vegar að fara mjög varlega og sýna þessu þolinmæði," sagði Nuno.

„Hann er að færast í rétta átt og það er jákvætt en það er ennþá töluverður tími í að hann snúi aftur á völlinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner