„Það er fínt að vera með sjö stig eftir þrjá leiki. Við erum kannski að koma sjálfum okkur og fleirum á óvart," sagði Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
„Mér finnst ekki einhver einn hafa skarað fram úr hjá okkur. Við erum liðsheild og vinnum þetta sem lið."
„Mér finnst ekki einhver einn hafa skarað fram úr hjá okkur. Við erum liðsheild og vinnum þetta sem lið."
Fjölnir heimsækir Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld klukkan 19:15.
„Við förum fullir sjálfstrausts í þennan leik og vitum að Blikarnir eru brothættir. Ef við spilum okkar leik ættum við að ná góðum úrslitum. Við gerum okkur þó fulla grein fyrir því líka að á góðum degi er Breiðablik topp þrír á landinu."
Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir


