Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 18. júlí 2020 19:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Davíð Smári: Stendur einhver trúður bak við markið að garga á Albert
Ekki sáttur með dómgæsluna í dag
Ekki sáttur með dómgæsluna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara gríðarlega ósáttur með fyrri háfleikinn en það er bara það mikill karakter í þessu liði að maður hafði í raun hafði engar áhyggjur," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, eftir 4-1 sigur gegn Völsungi í 2. deild karla.

„Við komum kannski smá vanstilltir inn í leikinn. Það er það sem ég er óánaægðastur með."

Völsungur sem er á botni deildarinnar voru 1-0 yfir í hálfleik, var þetta vanmat?

„Nei, ég myndi ekki segja að þetta hefði verið vanmat, ég meina vanmat og ekki vanmat, mér finnst einhvernv eginn eins og það sé aldrei neitt vanmat í okkur en það er eitthvað sem orsakar það við erum ekki 'on point' í dag. Það er erfitt að útskýra það."

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  1 Völsungur

Davíð Smári fékk gult spjald frá dómara leiksins, hver var ástæðan?

„Við getum orðað þannig það voru fleiri lélegir í dag heldur en okkar menn, bara margt sem ég var ósáttur með. Mér fannst ekkert gróft í þessum leik en samt eru einhver 5-6 spjöld bara fyrir ekki neitt og í vítinu stendur einhver trúður fyrir aftan markið og er að garga á Albert sem er að taka vítið, sem hann klikkar og ég var bara gríðarlega ósáttur með það. En ég fékk réttilega gult, maður á að reyna haga sér eins og maður, en finnst ótrúlegt að einhver fær að komast upp með það að standa bak við markið að garga."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner