Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 18. ágúst 2022 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-3 sigri Víkinga á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Víkingur leiddu í hálfleik 2-1 og komust svo tveimur mörkum yfir í þeim síðari en glutruðu niður forystunni. Víkingur kláraði síðan dæmið undir lok leiks.

„Ógeðslega sætt að ná að klára þetta. Sérstaklega eftir að við missum þetta niður og smá klaufar en geðveikt að ná að klára þetta."

„Þetta er misjafnt. Þetta er fullkomið fótboltaveður, í kringum 10-12 gráður og rigning, gerist ekki betra,"
sagði Helgi.

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu á 85. mínútu og var það í verkahring Helga að taka vítið. Hann var ískaldur á punktinum og sendi Beiti í vitlaust horn. Danijel Dejan Djuric vildi fá að taka vítið en Helgi tók það ekki í mál.

„Bara að gera það sem ég geri alltaf og maður klárar. Það er ekkert flóknara en það. Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni og maður á að taka þetta."

Helgi byrjaði á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 27. mínútu er Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði svo auðvitað fjórða markið eins og hefur komið fram.

„Já og nei. Við erum með gríðarlega gott lið og það er alltaf einhver sem þarf að taka það á sig að byrja á bekknum. Fínt að koma ferskur inn og ná að gera eitthvað," sagði Helgi ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner