Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 18. ágúst 2022 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-3 sigri Víkinga á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Víkingur leiddu í hálfleik 2-1 og komust svo tveimur mörkum yfir í þeim síðari en glutruðu niður forystunni. Víkingur kláraði síðan dæmið undir lok leiks.

„Ógeðslega sætt að ná að klára þetta. Sérstaklega eftir að við missum þetta niður og smá klaufar en geðveikt að ná að klára þetta."

„Þetta er misjafnt. Þetta er fullkomið fótboltaveður, í kringum 10-12 gráður og rigning, gerist ekki betra,"
sagði Helgi.

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu á 85. mínútu og var það í verkahring Helga að taka vítið. Hann var ískaldur á punktinum og sendi Beiti í vitlaust horn. Danijel Dejan Djuric vildi fá að taka vítið en Helgi tók það ekki í mál.

„Bara að gera það sem ég geri alltaf og maður klárar. Það er ekkert flóknara en það. Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni og maður á að taka þetta."

Helgi byrjaði á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 27. mínútu er Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði svo auðvitað fjórða markið eins og hefur komið fram.

„Já og nei. Við erum með gríðarlega gott lið og það er alltaf einhver sem þarf að taka það á sig að byrja á bekknum. Fínt að koma ferskur inn og ná að gera eitthvað," sagði Helgi ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner