29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 18. ágúst 2022 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-3 sigri Víkinga á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Víkingur leiddu í hálfleik 2-1 og komust svo tveimur mörkum yfir í þeim síðari en glutruðu niður forystunni. Víkingur kláraði síðan dæmið undir lok leiks.

„Ógeðslega sætt að ná að klára þetta. Sérstaklega eftir að við missum þetta niður og smá klaufar en geðveikt að ná að klára þetta."

„Þetta er misjafnt. Þetta er fullkomið fótboltaveður, í kringum 10-12 gráður og rigning, gerist ekki betra,"
sagði Helgi.

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu á 85. mínútu og var það í verkahring Helga að taka vítið. Hann var ískaldur á punktinum og sendi Beiti í vitlaust horn. Danijel Dejan Djuric vildi fá að taka vítið en Helgi tók það ekki í mál.

„Bara að gera það sem ég geri alltaf og maður klárar. Það er ekkert flóknara en það. Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni og maður á að taka þetta."

Helgi byrjaði á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 27. mínútu er Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði svo auðvitað fjórða markið eins og hefur komið fram.

„Já og nei. Við erum með gríðarlega gott lið og það er alltaf einhver sem þarf að taka það á sig að byrja á bekknum. Fínt að koma ferskur inn og ná að gera eitthvað," sagði Helgi ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner