Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 18. ágúst 2022 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði eitt og lagði upp annað í 5-3 sigri Víkinga á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Víkingur leiddu í hálfleik 2-1 og komust svo tveimur mörkum yfir í þeim síðari en glutruðu niður forystunni. Víkingur kláraði síðan dæmið undir lok leiks.

„Ógeðslega sætt að ná að klára þetta. Sérstaklega eftir að við missum þetta niður og smá klaufar en geðveikt að ná að klára þetta."

„Þetta er misjafnt. Þetta er fullkomið fótboltaveður, í kringum 10-12 gráður og rigning, gerist ekki betra,"
sagði Helgi.

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu á 85. mínútu og var það í verkahring Helga að taka vítið. Hann var ískaldur á punktinum og sendi Beiti í vitlaust horn. Danijel Dejan Djuric vildi fá að taka vítið en Helgi tók það ekki í mál.

„Bara að gera það sem ég geri alltaf og maður klárar. Það er ekkert flóknara en það. Dani vildi fá að taka þetta en mér finnst ég vera á undan í röðinni og maður á að taka þetta."

Helgi byrjaði á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 27. mínútu er Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði svo auðvitað fjórða markið eins og hefur komið fram.

„Já og nei. Við erum með gríðarlega gott lið og það er alltaf einhver sem þarf að taka það á sig að byrja á bekknum. Fínt að koma ferskur inn og ná að gera eitthvað," sagði Helgi ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner