Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 18. september 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carroll til Bordeaux (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bordeaux, sem spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi, hefur krækt í Andy Carroll á frjálsri sölu.

Carroll er enskur framherji, 35 ára, sem kemur til Bordeaux eftir að hafa spilað með Amiens í frönsku B-deildinni á síðasta tímabli. Hann fékk samningi sínum við Amiens rift til að geta samið við Bordeaux.

Bordeaux var dæmt niður í fjórðu efstu deild í sumar eftir að hafa farið í gjaldþrot. Félagið á sér ríka sögu en þurfti að endurstilla allt hjá félaginu eftir gjaldþrotið.

Bordeaux hefur ekki byrjað tímabil neitt sérstaklega, liðið er með tvö stig úr fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Carroll er fyrrum leikmaður Newcastle, West Ham, Liverpool og enska landsliðsins.

Athugasemdir
banner
banner