Tom Werner stjórnarformaður Liverpool hefur staðfest að eigendur félagsins séu að skoða mögulega sölu.
„Við erum að skoða möguleika á sölu en okkur liggur ekkert á. Það er enginn tímarammi og við munum sinna félaginu áfram af heilindum," segir Werner við Boston Globe.
Fenway Sports Group keypti félagið á 300 milljónir punda árið 2010. Werner er einn af stofnendum FSG
Liverpool er metið á um 4 milljarða punda en fjárfestar víða um heim hafa sýnt áhuga á að kaupa félagið.
Athugasemdir