Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Hazard elskar bjór: Bætti alltaf á mig fimm kílóum á sumrin
Eden Hazard var oft gagnrýndur fyrir að vera ekki í góðu formi.
Eden Hazard var oft gagnrýndur fyrir að vera ekki í góðu formi.
Mynd: EPA
Eden Hazard var í mjög áhugaverðu hlaðvarpsspjalli með fyrrum liðsfélaga sínum í Chelsea, John Obi Mikel, sem heldur úti 'The Obi One Podcast'.

Hazard lagði skóna á hilluna í október en á ferli sínum var hann oft gagnrýndur fyrir að halda sér ekki í formi. Hann var keyptur á 100 milljónir punda frá Chelsea til Real Madrid 2019 en fann ekki stöðugleika hjá spænska stórliðinu.

Hazard segir það rétt að hann hafi ekki verið í nægilega standi þegar hann mætti til Madrídarliðsins.

„Það er satt. Á hverju sumri bætti ég á mig einhverjum fimm kílóum. Maður lagði so mikið á sig í tíu mánuði á ári og ég leit á fríið sem algjört frí,“ segir Hazard.

„Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina. Það þýddi ekkert að biðja mig um að hlaupa þessar þrjár eða fjórar vikur sem maður fékk í frí. Ég skal spila fótbolta á ströndinni með börnunum mínum en ekki biðja mig um að hlaupa."

„Mér finnst gott að borða og sem Belgi þá elska ég bjór. Belgía er með bestu bjóra í heimi. Ég drakk ekki á hverjum degi en eftir góðan leik var notalegt að fá sér einn eða tvo."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner