Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á Stöð 2 Sport og þjálfari körfuboltaliðs Álftaness, var með þrjá rétta þegar hann spáði í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Kári Kristjánsson, leikmaður Þróttar, var hetja sinna manna þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingu gegn Völsungi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Hann spáir í 33. umferð úrvalsdeildarinnar sem hefst í dag.
Kári Kristjánsson, leikmaður Þróttar, var hetja sinna manna þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingu gegn Völsungi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Hann spáir í 33. umferð úrvalsdeildarinnar sem hefst í dag.
Brentford 1 - 1 Brighton (14:00 á lau)
10. og 11. sætið mætast í mikilvægum leik um að komast á efra skiltið. Menn selja sig dýrt en bæði lið þurfa að virða stigið.
Mbuemo og Joao Pedro sjá um mörkin. Flekken misstígur sig í skógarhlaupi og fær eitt í grímuna, Konni Vald sækir hreint lak og tryggir stigið.
Crystal Palace 2 - 2 Bournemouth (14:00 á lau)
Hér renna á mig sirka þúsund grímur. Ég hef mikla trú á mörkum þarna. Bæði lið í miðjumoði og hausinn er alveg detta á ibiza og 1-2 kalda hjá þessum liðum. 2-2 og allir fara glaðir heim í páskasteikina.
Everton 1 - 0 Man City (14:00 á lau)
Helgi Þorvalds Þróttaralegend og David Moyes eru félagar og ég bað hann að tékka á leikplaninu þegar kom í ljós að ég ætti að spá. Halda í lowblock 4-5-1 og Mcneil kemur inn og klárar leikinn. Óþarfi að flækja!
West Ham 2 - 0 Southampton (14:00 á lau)
Þessi leikur er ekkert ofan á brauð. Leiðinlegasti og óáhugaverðasti leikur umferðarinnar. Ég mun hinsvegar stilla inn á þennan leik og horfa á William Smallbone, leikmaður að mínu skapi (óserhlífinn og fylginn sér).
Aston Villa 2 - 2 Newcastle (16:30 á lau)
Marcus Assford spilaði vel seinast þannig það koma 6-7 lélegir leikir núna í röð væntanlega. Tvö kraftmikil lið sem mætast og verður mikið fjör. Shoutout á minn uppáhalds Tielemans sem er jafnframt belgíski Benóny Haralds, sá hefur sokkað þá marga.
Fulham 2 - 1 Chelsea (13:00 á lau)
Hvar byrjum við á Jadon Sancho Mandela? Þetta “freedom” sem hann talaði um hefur verið að skila sér vel, bitlausasti kantmaður veraldar. 2-1 heimasigur þar sem að Iwobi leikur sér í hálfsvæðunum og skorar einnig fyrir heimamenn. Leitin að Palmer heldur áfram, sá fundni. Pétur Axel er ekki seldur á Maresca, skiljanlega.
Ipswich 0 - 2 Arsenal (13:00 á lau)
Því miður fyrir mannkynið er Arsenal að ganga vel þessa dagana. ElJóhann, birkir björns, Örn þór og fleiri góðir munu væntanlega mæta á X og raðrúnka miðlungsframmistöðu í Austur Anglíu. Arteta mest unlikeable þjálfari heims, djöfull sem hann á lítið skilið að vinna Champions League.
Man United 5 - 1 Wolves (13:00 á sunnudaginn)
The remontada kings mæta til leiks aftur eftir þessa frammistöðu á fimmt. Mætum með krakkana í þennan leik en það skiptir engu enda er þessi akademía okkar sú besta sunnan Laugardalsins. Chido Obi skorar 100% og vil að þið fylgist sérstaklega með Jack Moorhouse ef hann fær að snerta grasið. Það er leikmaður sem ég og Emil Skúli höfum mikla trú á.
Leicester 0 - 4 Liverpool (15:30 á sunnudaginn)
Ég nenni ekki að ræða þennan leik. Ruud er á skrítnum stað með þetta project hjá sér. Ætli saddi Salah sjái ekki tækifæri þarna til að lauma inn nokkrum. Ég hlakka til að sokka Eika Blö og Hinrik Harðar með það, saddur Salah á næsta tímabili verður arfaslakur. Gangandi varaþurrkurinn Harvey Elliot vermir tréverkið allar 90. mínuturnar, hann er found out.
Tottenham 0 - 1 Nottingham Forest (19:00 á mánudaginn)
Ange Postenoclue eins og gárungar kalla hann er kominn í páskastuð og blæs til sóknar en Forest liggja bara og verða í litlum vandræðum með þá. Anthony Elanga, úr unglingastarfi Jinæted setur eitt for the heck of it og klárar þá fyrir okkur sem er mjög stórt í baráttunni um 13. sætið.
Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Gauti (6 réttir)
Kristján Atli (5 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 32 | 23 | 7 | 2 | 74 | 31 | +43 | 76 |
2 | Arsenal | 32 | 17 | 12 | 3 | 57 | 27 | +30 | 63 |
3 | Newcastle | 32 | 18 | 5 | 9 | 61 | 40 | +21 | 59 |
4 | Nott. Forest | 32 | 17 | 6 | 9 | 51 | 38 | +13 | 57 |
5 | Man City | 33 | 16 | 8 | 9 | 62 | 42 | +20 | 56 |
6 | Chelsea | 32 | 15 | 9 | 8 | 56 | 39 | +17 | 54 |
7 | Aston Villa | 32 | 15 | 9 | 8 | 49 | 46 | +3 | 54 |
8 | Bournemouth | 33 | 13 | 10 | 10 | 52 | 40 | +12 | 49 |
9 | Brighton | 33 | 12 | 13 | 8 | 52 | 50 | +2 | 49 |
10 | Fulham | 32 | 13 | 9 | 10 | 47 | 43 | +4 | 48 |
11 | Brentford | 33 | 12 | 8 | 13 | 53 | 49 | +4 | 44 |
12 | Crystal Palace | 33 | 11 | 11 | 11 | 41 | 45 | -4 | 44 |
13 | Everton | 33 | 8 | 15 | 10 | 34 | 38 | -4 | 39 |
14 | Man Utd | 32 | 10 | 8 | 14 | 38 | 45 | -7 | 38 |
15 | West Ham | 33 | 10 | 8 | 15 | 37 | 54 | -17 | 38 |
16 | Tottenham | 32 | 11 | 4 | 17 | 60 | 49 | +11 | 37 |
17 | Wolves | 32 | 10 | 5 | 17 | 47 | 61 | -14 | 35 |
18 | Ipswich Town | 32 | 4 | 9 | 19 | 33 | 67 | -34 | 21 |
19 | Leicester | 32 | 4 | 6 | 22 | 27 | 72 | -45 | 18 |
20 | Southampton | 33 | 2 | 4 | 27 | 23 | 78 | -55 | 10 |
Athugasemdir