Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fös 19. júní 2020 23:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Halla Margrét um spána: Bara einn stór brandari
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Halla Margrét í leik með Víking
Halla Margrét í leik með Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Okkur finnst svona smá eins og við höfum bara tapað leiknum, en við verðum bara að taka það jákvæða, við fengum stig, fyrsta stig á töfluna og fyrsta stig í sögu Víkings" sagði Halla Margrét Hinriksdóttir markvörður Víkings eftir jafnteflið við ÍA í kvöld. Víkingur komst yfir á 31. mínútu en Skagakonur jöfnuðu í uppbótartíma.

"Gríðarlega svekkjandi að fá þetta á sig undir lokin, hefðum bara átt að klára leikinn fyrr og setja kannski 1-2 í viðbót. Við bara tökum það á koddann og gerum betur næst."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 ÍA

Víkingur teflir fram nýju liði í ár eftir að HK og Víkingur slitu samstarfi sínu eftir síðasta tímabil eftir 18 ára samstarf. Leikur kvöldsins var þó ekki frumraun þó svo að þetta hafi verið fyrsti leikur í deildinni.

"Erum búnar að spila tvo bikarleiki og það gekk ágætlega, þá held ég að við höfum sannað fyrir okkur sjálfum að við getum spilað og við spilum góðan fótbolta, erum skipulagðar og framkvæmum það sem John vill að við framkvæmum."

Höllu þótti gaman að geta mælt sig við sterkt lið eins og ÍA.

"Ég held að í dag höfum við komið okkur sjálfum bara á óvart líka".

Þrátt fyrir óhefðbundið undirbúningstímabil segir Halla að þær komi vel undan því enda búnar að æfa vel.

"John er búin að vera með stífar styrktar- og hlaupaæfingar, jafnvel þegar það var lok og læs hérna. Við erum enþá að hlaupa mikið og mér finnst hópurinn í gríðarlega góðu líkamlegu standi miðað við þetta undirbúningstímabil. Fengum fáa leiki og fá tækifæri til að geta samstillt okkur og þetta er bara búið að fara fram úr vonum." 

Þjálfarar og fyrirliðar spá Víking í 8. sæti deildarinnar. Halla telur það ekki vera í takt við þeirra markmið.

"Algjörlega ekki, sorry ætla bara að segja það en það er algjört kjaftæði. Við erum með þetta útprentað, þessa spá inn í klefanum. Þetta er bara einn stór brandari og við eigum eftir að troða sokk upp í alla þjálfara og fyrirliða í þessari deild, sjáið bara til" sagði Halla létt að lokum.


Athugasemdir