Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 19. júní 2020 23:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Halla Margrét um spána: Bara einn stór brandari
Lengjudeildin
Halla Margrét í leik með Víking
Halla Margrét í leik með Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Okkur finnst svona smá eins og við höfum bara tapað leiknum, en við verðum bara að taka það jákvæða, við fengum stig, fyrsta stig á töfluna og fyrsta stig í sögu Víkings" sagði Halla Margrét Hinriksdóttir markvörður Víkings eftir jafnteflið við ÍA í kvöld. Víkingur komst yfir á 31. mínútu en Skagakonur jöfnuðu í uppbótartíma.

"Gríðarlega svekkjandi að fá þetta á sig undir lokin, hefðum bara átt að klára leikinn fyrr og setja kannski 1-2 í viðbót. Við bara tökum það á koddann og gerum betur næst."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 ÍA

Víkingur teflir fram nýju liði í ár eftir að HK og Víkingur slitu samstarfi sínu eftir síðasta tímabil eftir 18 ára samstarf. Leikur kvöldsins var þó ekki frumraun þó svo að þetta hafi verið fyrsti leikur í deildinni.

"Erum búnar að spila tvo bikarleiki og það gekk ágætlega, þá held ég að við höfum sannað fyrir okkur sjálfum að við getum spilað og við spilum góðan fótbolta, erum skipulagðar og framkvæmum það sem John vill að við framkvæmum."

Höllu þótti gaman að geta mælt sig við sterkt lið eins og ÍA.

"Ég held að í dag höfum við komið okkur sjálfum bara á óvart líka".

Þrátt fyrir óhefðbundið undirbúningstímabil segir Halla að þær komi vel undan því enda búnar að æfa vel.

"John er búin að vera með stífar styrktar- og hlaupaæfingar, jafnvel þegar það var lok og læs hérna. Við erum enþá að hlaupa mikið og mér finnst hópurinn í gríðarlega góðu líkamlegu standi miðað við þetta undirbúningstímabil. Fengum fáa leiki og fá tækifæri til að geta samstillt okkur og þetta er bara búið að fara fram úr vonum." 

Þjálfarar og fyrirliðar spá Víking í 8. sæti deildarinnar. Halla telur það ekki vera í takt við þeirra markmið.

"Algjörlega ekki, sorry ætla bara að segja það en það er algjört kjaftæði. Við erum með þetta útprentað, þessa spá inn í klefanum. Þetta er bara einn stór brandari og við eigum eftir að troða sokk upp í alla þjálfara og fyrirliða í þessari deild, sjáið bara til" sagði Halla létt að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner