Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 19. ágúst 2020 20:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Andri Hjörvar: Þetta er 'sjokker'
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik vann stórsigur á liði Þórs/KA í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var virkilega svekktur í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  0 Þór/KA

„Tilfinningin er hræðileg, virkilega hræðileg. Við ætluðum okkur miklu miklu meira í þessum leik og vissum kannski alveg að við gætum fengið á okkur mark en ekki sjö mörk, og flest alveg hræódýr er bara alls ekki nógu gott."

Blikar skoruðu 4 mörk eftir hornspyrnur og voru hættulegar í nánast öllum föstum leikatriðum.

„Já reyndar frábærar hornspyrnur og ég ætla ekki að taka það af þeim en þetta er skelfilegt að fá á sig mörk úr 4 hornspyrnum. Hingað til höfum við ekki fengið á okkur mörk úr föstum leikatriðum í mótinu fyrir utan víti. Svo þetta er sjokker og eitthvað sem við viljum ekki vera þekktar fyrir. Við ætlum klárlega að bæta okkur í þessu."

„Planið var að vera ekki að pressa Blikaliðið sem er frábært í sínum aðgerðum, við ætluðum að sitja og leyfa þeim að vera með boltann og svo þegar við vinnum boltann að reyna að sækja í lausu svæðin sem myndast þegar Breiðablik sækir. Það tókst ekki alveg nógu vel. Kannski smá panikk eftir að við vinnum boltann og sendingar misheppnast út frá þvi. En við erum alltaf með plan, bæði plan A og B, bæði í sókn og vörn sem tókst bara ekki í dag."

Það vakti athygli að Andri byrjaði með nokkra lykilmenn á bekknum.

„Já klárlega, bara rótering, stutt á milli leikja og þreyta í mannskapnum. En við erum með stelpur sem eru búnar að bíða eftir tækifæri og afhverju ekki að gefa þeim tækifæri hér."

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræddi meðal annars um meiðsli Hörpu og undirbúning fyrir næsta leik gegn ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner