Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
banner
   mið 19. ágúst 2020 20:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Andri Hjörvar: Þetta er 'sjokker'
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik vann stórsigur á liði Þórs/KA í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var virkilega svekktur í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  0 Þór/KA

„Tilfinningin er hræðileg, virkilega hræðileg. Við ætluðum okkur miklu miklu meira í þessum leik og vissum kannski alveg að við gætum fengið á okkur mark en ekki sjö mörk, og flest alveg hræódýr er bara alls ekki nógu gott."

Blikar skoruðu 4 mörk eftir hornspyrnur og voru hættulegar í nánast öllum föstum leikatriðum.

„Já reyndar frábærar hornspyrnur og ég ætla ekki að taka það af þeim en þetta er skelfilegt að fá á sig mörk úr 4 hornspyrnum. Hingað til höfum við ekki fengið á okkur mörk úr föstum leikatriðum í mótinu fyrir utan víti. Svo þetta er sjokker og eitthvað sem við viljum ekki vera þekktar fyrir. Við ætlum klárlega að bæta okkur í þessu."

„Planið var að vera ekki að pressa Blikaliðið sem er frábært í sínum aðgerðum, við ætluðum að sitja og leyfa þeim að vera með boltann og svo þegar við vinnum boltann að reyna að sækja í lausu svæðin sem myndast þegar Breiðablik sækir. Það tókst ekki alveg nógu vel. Kannski smá panikk eftir að við vinnum boltann og sendingar misheppnast út frá þvi. En við erum alltaf með plan, bæði plan A og B, bæði í sókn og vörn sem tókst bara ekki í dag."

Það vakti athygli að Andri byrjaði með nokkra lykilmenn á bekknum.

„Já klárlega, bara rótering, stutt á milli leikja og þreyta í mannskapnum. En við erum með stelpur sem eru búnar að bíða eftir tækifæri og afhverju ekki að gefa þeim tækifæri hér."

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræddi meðal annars um meiðsli Hörpu og undirbúning fyrir næsta leik gegn ÍBV.
Athugasemdir