Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 19. september 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lloris dregur sig úr franska hópnum - Frakkar í slæmri stöðu
Mynd: EPA
Markvörðurinn Hugo Lloris hefur dregið sig úr franska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Austurríki og Danmörku í Þjóðadeildinni.

Lloris glímir við meiðsli í læri og ríkir óvissa hvort hann verði klár í leik Tottenham gegn Arsenal þann 1. október. Ef Lloris verður ekki klár er líklegast að Fraser Forster verði í markinu.

Lloris er fyrirliði landsliðsins sem er á botni riðils A í A-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið er sjö stigum á eftir Danmörku sem er á toppi riðilsins. Frakkland er í hættu á að falla niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Alban Lafont hjá Nantes hefur verið kallaður inn í landsliðið í stað Lloris. Theo Hernandez hjá AC Milan hefur einnig dregið sig úr hópnum og Lucas Digne hjá Aston Villa var kallaður í hópinn í hans stað.
Athugasemdir
banner