Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. febrúar 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átjánda miðvarðarpar Liverpool á tímabilinu
Nathaniel Phillips kom inn á fyrir Jordan Henderson.
Nathaniel Phillips kom inn á fyrir Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
Það er núna hálfleikur í leik Liverpool og Everton á Anfield. Staðan er 0-1 fyrir gestina í Everton.

Þetta er aðeins í annað sinn sem Everton leiðir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Hitt skiptið, það var árið 1999 þegar liðið vann síðasta deildarleik á Anfield.

Liverpool varð fyrir áfalli í fyrri hálfleiknum þegar Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, fór meiddur af velli.

Sjá einnig:
Henderson meiddur af velli - Sjáðu svipinn á Klopp

Henderson hefur verið að spila í stöðu miðvarðar síðustu vikur vegna meiðslavandræða í þeirri stöðu. Þessi meiðslavandræði virðasta engan endi ætla að taka.

Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Fabinho eru allir meiddir. Núna er Henderson kominn á meiðslalistann.

Ozan Kabak og Nathaniel Phillips eru að spila saman í hjarta varnarinnar og segir fjölmiðlamaðurinn Andrew Beasley frá því að þetta sé 18. miðvarðarpar Liverpool á tímabilinu.

Ef Henderson og Kabak hefðu náð að spila saman fram yfir hálfleik í þessum leik, þá hefði það verið það miðvarðarpar Liverpool sem hefur spilað lengst saman í einu á þessu tímabili. Metið er 2,5 leikir sem Phillips og Henderson settu fyrr á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner