PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 20. mars 2023 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex: Verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig
Icelandair
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið er mætt til Þýskalands þar sem liðið undirbýr sig fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2024 gegn Bosníu/Herzegóvínu næstkomandi fimmtudag.


Fótbolti.net er á staðnum og náði tali á markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni sem er bjartsýnn fyrir undankeppnina.

„Ég held að allir geti verið sammála um það að þetta sé hentugur riðill upp á möguleika að fara á næsta stórmót. Það er erfitt að byrja á móti okkar helstu keppinautum um þetta annað sæti en kannski er betra að byrja á stóru prófi og sjá hvar við stöndum, við viljum ná í góð úrslit og fara með sjálfstraust í restina af undankeppninni," sagði Rúnar Alex.

Rúnar Alex er að öllum líkindum aðalmarkvörður liðsins en hann segir að það breyti litlu fyrir sig.

„Fyrir mig persónulega breytir það litlu, ég undirbý mig alltaf eins fyrir alla leiki. Ég er kannski bara að fá verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig í gegnum tíðina og ég þarf að reyna nýta tækifærið og halda þessari stöðu. Það er ekkert sjálfgefið í þessu, þó ég spili á fimmtudaginn þýðir það ekkert að ég spili á sunnudaginn," sagði Rúnar Alex.

Sjá einnig:
„Rúnar Alex að fá sénsinn sem hann hefur beðið eftir mjög lengi"


Athugasemdir
banner
banner