Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mán 20. mars 2023 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex: Verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig
Icelandair
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið er mætt til Þýskalands þar sem liðið undirbýr sig fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2024 gegn Bosníu/Herzegóvínu næstkomandi fimmtudag.


Fótbolti.net er á staðnum og náði tali á markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni sem er bjartsýnn fyrir undankeppnina.

„Ég held að allir geti verið sammála um það að þetta sé hentugur riðill upp á möguleika að fara á næsta stórmót. Það er erfitt að byrja á móti okkar helstu keppinautum um þetta annað sæti en kannski er betra að byrja á stóru prófi og sjá hvar við stöndum, við viljum ná í góð úrslit og fara með sjálfstraust í restina af undankeppninni," sagði Rúnar Alex.

Rúnar Alex er að öllum líkindum aðalmarkvörður liðsins en hann segir að það breyti litlu fyrir sig.

„Fyrir mig persónulega breytir það litlu, ég undirbý mig alltaf eins fyrir alla leiki. Ég er kannski bara að fá verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig í gegnum tíðina og ég þarf að reyna nýta tækifærið og halda þessari stöðu. Það er ekkert sjálfgefið í þessu, þó ég spili á fimmtudaginn þýðir það ekkert að ég spili á sunnudaginn," sagði Rúnar Alex.

Sjá einnig:
„Rúnar Alex að fá sénsinn sem hann hefur beðið eftir mjög lengi"


Athugasemdir
banner