Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 20. mars 2023 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex: Verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig
Icelandair
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið er mætt til Þýskalands þar sem liðið undirbýr sig fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2024 gegn Bosníu/Herzegóvínu næstkomandi fimmtudag.


Fótbolti.net er á staðnum og náði tali á markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni sem er bjartsýnn fyrir undankeppnina.

„Ég held að allir geti verið sammála um það að þetta sé hentugur riðill upp á möguleika að fara á næsta stórmót. Það er erfitt að byrja á móti okkar helstu keppinautum um þetta annað sæti en kannski er betra að byrja á stóru prófi og sjá hvar við stöndum, við viljum ná í góð úrslit og fara með sjálfstraust í restina af undankeppninni," sagði Rúnar Alex.

Rúnar Alex er að öllum líkindum aðalmarkvörður liðsins en hann segir að það breyti litlu fyrir sig.

„Fyrir mig persónulega breytir það litlu, ég undirbý mig alltaf eins fyrir alla leiki. Ég er kannski bara að fá verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig í gegnum tíðina og ég þarf að reyna nýta tækifærið og halda þessari stöðu. Það er ekkert sjálfgefið í þessu, þó ég spili á fimmtudaginn þýðir það ekkert að ég spili á sunnudaginn," sagði Rúnar Alex.

Sjá einnig:
„Rúnar Alex að fá sénsinn sem hann hefur beðið eftir mjög lengi"


Athugasemdir
banner