Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
banner
   mán 20. maí 2013 07:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Sveinn Elías: Doði þegar við lendum í mótlæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það verður heldur betur hörkuleikur í dag þegar Þór Akureyri mætir Víkingi Ólafsvík fyrir norðan. Það er að duga eða drepast en bæði þessi lið eru án stiga að loknum þremur umferðum.

„Bæði lið eru hungruð í að fá stig, það er alveg ljóst að bæði lið stilla þessum leik upp sem risastórum leik," sagði Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, í viðtali við Fótbolta.net.

„Ólafsvíkingar voru að spila mjög vel í vetur og mér fannst þessi tvö lið vera í sérflokki í 1. deildinni í fyrra. Bæði lið eru enn að vinna í því að slípa sinn leik. Við erum með nokkuð sterkan hóp og auðvitað ætluðum við að taka stig úr þessum fyrstu leikjum þrátt fyrir að vita að við byrjuðum á erfiðu prógrammi."

„Við getum ekki horft á þetta öðruvísi en að við séum búnir að skíta upp á bak í þessum fyrstu leikjum. Við horfum fram á veginn en það eru vissulega vonbrigði að við séum með núll stig eftir þrjá leiki."

„Himinn og jörð farast ekki ef það verða léleg úrslit í þessum leik en það yrði mjög slæmt. Ég held að við höfum fengið fjögur stig í útileikjum fyrir tveimur árum og það er ekki til útflutnings. Það er alltaf erfitt að mæta okkur á okkar heimavelli en við þurfum að ná upp meiri baráttu. Maður hefur fengið þá tilfinningu að þegar við lendum í mótlæti í leikjum hefur komið doði yfir þetta," sagði Sveinn.

„Það er alls engin örvænting í hópnum. Menn eru vel stemmdir og einbeittir á það sem við ætlum að gera. En við höfum verið aðeins undir í baráttunni og það eru hlutir sem við höfum pínu skammast okkar fyrir."
Athugasemdir
banner