Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Andri Hjörvar: Skil að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunglega
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var svekktur í leikslok eftir að lið hans gerði 1-1 jafntelfi við Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna fyrr í kvöld. Jöfnunarmark Selfyssinga kom seint í leiknum.

„Það er skiljanlegt að vera svekktur og súr með þetta. Við lögðum mikið púður í þennan leik og fáum því miður bara eitt stig. Stig sem við tökum og gæti verið mikilvægt í framhaldinu en stelpurnar mega svo sannarlega vera fúlar að fá ekki meira út úr leiknum í dag," sagði Andri í leikslok.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, fátt um fína drætti og færin létu á sér standa.

„Þetta var bara skák á milli liðanna og þjálfaranna. Ég man ekki einu sinni eftir færunum ef það voru einhver færi. Þetta var bara stöðubarátta á vellinum enda kannski mikið í húfi fyrir liðin. Ég get alveg skilið það að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunlega," sagði Andri glottandi.

Gestirnir frá Akureyri voru skipulagðir í leiknum og héldu sóknarmönnum Selfyssinga í skefjum.

„Við erum búin að vera að gera það upp á síðkastið. Við erum búin að taka út hættulega leikmenn í liði andstæðinganna og loka bara ansi vel á þá. Það er eitthvað sem við erum að gera vel," sagði Andri.

Tvö stór verkefni bíða Þór/KA en liðið mætir Val og Breiðablik í næstu tveimur leikjum. Andri ræðir þau verkefni nánar hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner