Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 20. júlí 2024 19:40
Daníel Smári Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Arnar talaði um að Víkingar væru í smá lægð.
Arnar talaði um að Víkingar væru í smá lægð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ef ég á að gera hann upp svona stuttu eftir leik, þá fannst mér ótrúlegt að við höfum ekki skorað í fyrri hálfleik. En hættan er alltaf sú að þegar þú gerir ekki mark, þá gæti það bitið þig í rassgatið þegar líður á leikinn - og svo sannarlega gerði það,'' sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., eftir 1-0 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Víkingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik, en það kom smá rið á leik þeirra í seinni hálfleik. Leikmenn virtust þreyttir og mögulega örlítið pirraðir yfir því að vera ekki búnir að koma inn marki.

„Við erum bara í smá lægð þessa dagana. Þetta er "tricky" að vera á öllum þremur vígstöðvum og ég tala nú ekki um þegar þú ert farinn að vorkenna sjálfum þér svolítið mikið ef að þú nýtir færin illa. Ég skynjaði líka smá örvæntingu í líkamstjáningu okkar manna þegar að færin fóru forgörðum, þá fóru menn að vorkenna sjálfum sér of mikið. Og gleymdu líka að verjast, af því að það er það sem þarf að gera til að vinna þessa blessuðu titla.''

Eftir Evrópuvonbrigðin úti í Dublin getur verið vandasamt að undirbúa lið svona skömmu eftir skell. Hvernig fannst Arnari sínir menn virka í aðdraganda leiks?

„Já, góð spurning. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara góð svör frá okkar mönnum. Það var gott flæði og mér fannst eins og við gætum opnað þá að vild. En akkúrat á þeim punkti þá ertu kannski líka viðkvæmur eftir tapleikinn og hvernig hann tapaðist úti í Írlandi, þá viltu svo fá markið til að fá þennan létti í kroppinn á þér til að geta haldið áfram og þegar markið kemur ekki að þá kannski kemur smá örvænting í leik okkar.''

Hann hélt áfram:

„Af því að maður hefur nú spilað þennan leik oft áður, maður veit alveg hvað þessir leikmenn eru að ganga í gegnum. En það sem varð okkur að falli var einfaldlega, ólíkt okkur, bara mjög "sloppy" í varnarleik. Ég held að markið hjá KA hafi bara byrjað við þeirra eigin vítateig og ég held ég hafi talið 5 sekúndur og þá lá boltinn í netinu okkar. Það var eiginlega of "soft" frá okkar hálfu,'' sagði Arnar.

Nú er verkefni Arnars að rífa menn upp eftir vonbrigði síðustu tveggja leikja. Þeir sitja enn á toppi deildarinnar, í bikarúrslitum og í Sambandsdeild Evrópu. Ekki afleit staða.

„Já, þetta er margbreytilegt starf og ég hef verið mjög "consistent" í mínum skilaboðum síðustu 3-4 ár að veldi geta dottið niður einn, tveir og sex. Ef þú sofnar á verðinum, 2-3 leikjum seinna er bara allt farið. Þú getur verið úr í bikar, úr í Evrópu og tapar svo tveimur leikjum í deild og allt í einu búnir að missa toppsætið. Það er það sem gerir íþróttina okkar svo skemmtilega að þú þarft alltaf að vera á tánum og "trickið" núna þegar þú ferð í gegnum svona öldudal er að reyna að tapa sem fæstum leikjum og reyna að vinna þig aftur inn í mótið með karakter og dugnaði. Það er bara verkefnið sem við þurfum að takast á við í dag,'' sagði Arnar Gunnlaugsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir