Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Snýst um að vera við toppinn þegar úrslitakeppnin hefst
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar áttu ekki góðan dag gegn FH.
Blikar áttu ekki góðan dag gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og er sem stendur sex stigum frá toppliði Víkings. Toppliðin hafa öll verið í Evrópuverkefnum en nú er komið að deildarleikjum.

Fótbolti.net ræddi við þá Halldór Árnason og Höskuld Gunnlaugsson í vikunni og voru þeir spurðir út í Bestu deildina.

„Já, að sjálfsögðu erum við enn vongóðir um að verða Íslandsmeistarar. Það er svo stutt á milli, bara einn sigur og þá ertu kominn á allt annan stað í töflunni. Við erum auðvitað mjög ósáttir með síðustu deildarleiki. FH leikurinn var lélegur, en við erum ósáttir við að klára ekki ÍA og Vestra. Mér fannst við gera nóg til að vinna þá leiki þó að það hafi kannski ekki verið nein flugeldasýning. Við þurfum að spila vel og ná góðum úrslitum. Liðin eru að tapa stigum hér og þar. Við viljum vera nálægt toppliðunum, eða á toppnum þegar úrslitakeppnin hefst. Vonandi fáum við úrslitakeppni þar sem nokkur lið eru að berjast. Það eru fimm umferðir og alltaf að spila innbyrðis. Þetta snýst bara um að vera við toppinn þegar það hefst og þá 'all-in' í að ná titilinum," sagði Dóri þjálfari Breiðabliks.

„Stigasöfnunin hefur ekki verið nægilega góð eftir hlé, þetta hafa verið kaflaskiptir leikir. Við höfum ekki náð að loka leikjum. Ég tek FH leikinn út fyrir sviga, áttum ekkert skilið þar og þeir mjög góðir. Leikurinn gegn ÍA var góður, þar áttum við að vera búnir að búa til betra forskot. Á móti Vestra komumst við tvisvar yfir en náðum ekki að loka leiknum. Við hefðum auðveldlega getað verið með 9 af 12 stigum eftir hlé (en fengum 5). Stundum er þetta bara þannig. Svo finnst mér við líka eiga 1-2 gíra inni. Það er bara að finna það, hellingur eftir af þessu móti," sagði fyrirliðinn Höskuldur.

Breiðablik mætir KR á Kópavogsvelli á morgun.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner