Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   þri 20. ágúst 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 19. umferðar - Blikar komnir við hlið Víkings á toppnum
Ísak Snær er farinn að finna sitt fyrrum form.
Ísak Snær er farinn að finna sitt fyrrum form.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinrik Harðarson hefur verið funheitur með ÍA.
Hinrik Harðarson hefur verið funheitur með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi fyrirliði Fylkis.
Ragnar Bragi fyrirliði Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við gerum upp 19. umferð Bestu deildarinnar og teljum leik Vals og Breiðabliks síðasta fimmtudag með í því uppgjöri (þó hann skráist í raun í 16. umferð deildarinnar).

Spennan eykst og Breiðablik er komið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar með því að tengja saman 2-0 sigur gegn Val á fimmtudag og svo 3-1 sigur gegn Fram í gær.

Anton Ari Einarsson var maður leiksins í sigrinum gegn Val en hann lokaði á sitt fyrrum félag. Damir Muminovic var hrikalega öflugur í báðum leikjum, fagnaði nýja samningnum með því að koma að marki gegn Val og skora svo í gær.

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika er í úrvalsliðinu í fimmta sinn í sumar, Davíð Ingvarsson hefur komið hrikalega öflugur inn og þá fær Ísak Snær Þorvaldsson að sjálfsögðu sæti í liðinu. Hann er að finna sitt fyrra form og skoraði í báðum leikjunum.



ÍA heldur áfram að gera góða hluti og átti geggjaðan fyrri hálfleik þegar liðið vann 2-1 sigur gegn meisturum Víkings. Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar, varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg var klettur í vörninni og Hinrik Harðarson baneitraður í sóknarlínunni og lagði upp bæði mörk Skagamanna. Evrópudraumar ÍA lifa góðu lífi.

Elmar Atli Garðarson fyrirliði Vestra lék sem vængbakvörður í 2-0 sigri gegn KR. Hann skoraði og átti stoðsendingu. Loksins náðu Djúpmenn að vinna á nýja gervigrasinu sínu!

Fylkismenn unnu öflugan sigur tíu gegn ellefu í fallbaráttuslag gegn HK í Kórnum. Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis var maður leiksins og Sigurbergur Aki Jörundsson átti góðan leik í vörninni.

Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH er í liði umferðarinnar í fjórða sinn í sumar, eftir að FH gerði jafntefli gegn Val.




Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner