Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fös 20. október 2017 17:42
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Sara Björk: Vissum nákvæmlega okkar hlutverk
Sara Björk í leiknum í dag.
Sara Björk í leiknum í dag.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
“Já, hvað á maður að segja. Fyrsti sigurinn á Þýskalandi. Bara geggjuð tilfinning,” sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir fyrsta sigurinn í sögu liðsins gegn því þýska.

Lestu um leikinn: Þýskaland 2 -  3 Ísland

Fólk var búið að rýna í tölfræðina fyrir þennan leik. Það eru 30 ár síðan við skoruðum síðast mark gegn Þýskalandi. Hvað gerðist hérna í dag?

“Já, tölfræðin ekki alveg með okkur en við vorum bara með ákveðið plan. Við fylgdum því 100% og það gekk bara 100% upp.”

Freyr er búinn að rýna vel í þetta þýska lið, en það sást langa leið uppí stúku. Undirbúningurinn, hefur ekki tekið svolítið á kollinn að taka þetta allt saman inn?

“Jú, undirbúningurinn er búinn að vera svakalega góður. Við vissum nákvæmlega hvernig þær ætluðu að spila og þær spiluðu eins og Freyr var búinn að leggja upp með. En síðan líka snýst þetta um hvernig við förum í leikinn og vorum allar inná vellinum 100% fókuseraðar og vissum nákvæmlega okkar hlutverk. Og gerðum það rosa vel.”

Þessi sigur opnar klárlega á raunhæfa HM möguleika.

“Klárlega. Við förum núna til Tékklands og ætlum okkur 3 stig þar. Það gríðarlega sterkt að fara heim með 6 stig eftir að hafa spilað á móti þessum sterku liðum.”

Verðið komnar niður á jörðina fyrir Tékkaleikinn?

“Jájá, við verðum búnar að gera það. Við munum undirbúa okkur jafn vel fyrir Tékkaleikinn,” sagði fyrirliðinn að lokum.

Nánar er rætt við Söru í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner