Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 21. júlí 2019 22:23
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Elska svona leiki
Arnar þjálfari Víkinga
Arnar þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ágætlega sáttur þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir jafntefli liðsins gegn Val í Víkinni í kvöld.

Eftir að hafa lent 0-2 undir snemma í síðari hálfleik komu Víkingar til baka og náðu að jafna metin skömmu fyrir leikslok og tryggja sér mikilvægt stig í botnbaráttunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Þetta var bara mjög flottur fótboltaleikur tveggja góðra fótboltaliða. Fótboltinn sem boðið var uppá hér í kvöld er í hæsta gæðaflokki á Íslandi.“

Sagði Arnar um leik kvöldsins og bætti svo við.

„Ég hefði helst vijað að dómarinn hefði bætt aðeins lengri tíma við því þetta var bara skemmtilegur leikur. Skemmtilegur fyrir áhorfendur, skemmtilegur fyrir mig líka ég elska svona leiki. “

Leikur Víkinga í sumar hefur verið að mestu leyti góður og hafa þeir fengið hrós fyrir þótt úrslitin hafi ekki fallið með þeim.
En er það ekki bara tímaspursmál hvenær það smellur?

„Jú ég held það. Þó að þú fáir svona góða leikmenn eins og Kára og Kwame þá er bara korter síðan þeir komu og þetta tekur tíma.“

Vika er eftir að glugganum hér heima. Er von á fleiri breytingum á leikmanna hópi Víkinga?

„Já það er ekkert launungarmál að okkur vantar einn leikmann til viðbótar. Einn leikmann til að færa liðið upp á næsta level og við erum að vanda valið okkar vel en það væri gríðarlega öflugt að landa einu stóru signing áður en að glugginn lokar.“

Sagði Arnar Gunnlaugsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner