Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   þri 21. júlí 2020 22:06
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs eftir stórsigurinn: Framar vonum
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson var alsæll eftir stórsigur í uppgjöri toppliðanna
Þorsteinn Halldórsson var alsæll eftir stórsigur í uppgjöri toppliðanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel. Það er framar vonum að vinna svona stórt en auðvitað ætluðum við okkur sigur og ætluðum að spila vel,“ sagði kampakátur Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 stórsigur á Val.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Valur

„Við byrjuðum leikinn af krafti. Fengum 2-3 dauðafæri strax í byrjun en svo jafnaðist leikurinn aðeins seinni part fyrri hálfleiks. Svo komum við bara inn í seinni hálfleik af krafti og settum tvö. Svo lágu þær aðeins á okkur en þegar þú ert að spila á móti góðu liði eins og Val þá þarftu að verjast og mér fannst við heilt yfir gera það vel. Þær sköpuðu sér ekkert opið færi en áttu nokkur skot í kringum vítateiginn en Sonný var virkilega flott í markinu í dag,“ sagði Steini um leikinn.

Blikar hafa verið funheitar í upphafi móts. Eru með fullt hús stiga, 19 mörk skoruð og hafa ekki enn fengið á sig mark. Hver er lykillinn að þessari sterku byrjun?

„Langstærsti hlutinn er náttúrulega bara frábærir leikmenn. Frábær hópur og það er alltaf grundvallaratriði til að árangur náist. Að leikmenn séu samstíga, vita hvað þeir vilja og hvert þeir eru að stefna.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner