Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fim 21. júlí 2022 22:43
Ingi Snær Karlsson
Orri Sveinn: Þurfum bara að spila fótbolta og þá erum við betra liðið
Lengjudeildin
Orri Sveinn Stefánsson, leikmaður Fylkis
Orri Sveinn Stefánsson, leikmaður Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum pínu ragir í byrjun, byrjuðum kannski aðeins svona á afturfótunum. Eftir að við settum 2-2 markið fannst mér þetta alltaf vera okkar leikur." sagði Orri Sveinn Stefánsson eftir 3-2 sigur gegn KV í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: KV 2 -  3 Fylkir

Fylkir lentu tvívegis undir í leiknum en komu tilbaka í síðari hálfleik.

„Þetta var bara spurning um að finna svæðin sem þeir voru opnir með. Það var svolítið mikið á milli bakvarðar og hafsent hjá þeim og við reyndum bara að finna þau svæði sem gekk mjög vel í seinni hálfleik."

Rúnar Páll, þjálfari Fylkis var í banni í þessum leik vegna fjöldra gulra spjalda.

„Hann talaði við okkur í gær fyrir æfingu og eftir æfingu og peppaði okkur bara svolítið og svo var Olgeir bara með þetta. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera, við þurfum bara að spila fótbolta og þá erum við betra liðið."

Næsti leikur Fylkis er við Fjölni eftir fimm daga.

„Það verður verðugt verkefni fyrir okkur, fara á grasið upp á Extra vellinum. Þannig að það verður hörkuleikur fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner