Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 21. september 2019 17:17
Sverrir Örn Einarsson
Albert Brynjar: Spennustigið of hátt
Albert í leik með Fjölni.
Albert í leik með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara hundsvekktur. Við vildum klára þetta mót með bikar og enda sumarið þannig en mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda það þannig að svekktur með að vinna ekki deildinna og svekktur með hvernig við spiluðum í dag.“

Sagði Albert Brynjar Ingason leikmaður Fjölnis við fréttaritara Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Keflavík í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fjölnir

Fjölnir hefur setið óslitið á toppi deildarinnar síðan í lok júní þegar að leikjum dagsins kom sem gerir hlutina jafnvel enn meira svekkjandi fyrir Albert og félaga?

„Í síðustu tveimur leikjum er spennustigið hjá okkur búið að vera of hátt. Við erum með ungt lið og mér finnst þessar frammistöður hjá okkur í síðustu leikjum stýrast svolítið af spennustiginu og við náum ekki alveg að anda og spila okkar leik.“

Albert færði sig um set síðasta vetur og niður um deild þegar hann gekk til liðs við Fjölni frá Fylki. Ætlar hann með Fjölni upp í Pepsi Max deildina?

„Ég veit það ekki. Bara heiðarlegt svar. Ég ætlaði bara að klára þennan leik og vonast til þess að fagna því með Fjölnisliðinu með bikar og láta daginn í dag og næstu daga ekki snúast um neitt annað en bara fagna því sem við höfum afrekað í sumar. En ég ætla að taka mér tíma út allavega september og hugsa hvað ég geri.“

Sagði Albert Brynjar Ingason en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner