Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líf á bekknum hjá Skagamönnum - Sýnir sig ekki inn á vellinum
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Már Guðjónsson.
Arnar Már Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var líf í kringum Skagamenn í síðustu viku, í kringum 4-2 tap þeirra gegn Val upp á Akranesi.

Mikil óánægja var hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum ÍA með störf dómarans, Guðmundar Ársæls.

Breki Logason, sem hefur starfað sem blaða- og fréttamaður á helstu fjölmiðlum landsins, lét Skagamenn heyra það á Twitter eftir leikinn.

„Fór með dóttur mína uppá Skaga að horfa á Valsmenn spila við ÍA. Tókum sérstaklega eftir því hvað krakkarnir ÍA-megin voru dónalegir. Gera lítið úr andstæðingum og setja puttannn á loft. Eftir að hafa setið fyrir aftan ÍA bekkinn skil ég þetta betur," skrifaði Breki.

„Hvernig þjálfari ÍA og aðrir á bekknum haga sér er til háborinnar skammar. Eitt er að sýna passion og hvetja lið sitt áfram - þetta er bara dónaskapur og þeim öllum til minnkunar. Það eru börn að fylgjast með og þetta eru fyrirmyndir. Standard takk."

Rætt var um þetta mál í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Þeir eru rosalegir, maður hefur alveg orðið vitni að þessu sjálfur," sagði Elvar Geir Magnússon og bætti við: „Það er líf á bekknum hjá Skagamönnum. Þetta er vitað mál hjá mönnum sem fara á völlinn."

Úlfur Blandon, knattspyrnuþjálfari var í þættinum og hann sagði: „Þeir eru rosalega agressívir á bekknum, eru með mikla ástríðu og langar að gera hlutina vel. En það sýnir sig ekki inn á vellinum. Þegar maður skoðar tölfræðiskýrslur þá skora þeir neðst í unnum tæklingum, pressu á bolta og staðsetningar á boltamanni - hversu langt leikmenn eru frá boltamanni. Miðað við það sem gerist á bekknum, og lætin sem ættu að vera komin inn í liðið, þá er þetta ekki að virka."

Arnar Már Guðjónsson, einn reynslumesti leikmaður ÍA, gæti fengið refsingu frá KSÍ eftir tíst sem hann sendi frá sér eftir tapleikinn gegn Val.

„Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti! í kerfið. Væri gaman að heyra útskýringu frá honum á því," skrifaði Arnar um dómara leiksins.

„Mitt persónulega er að þetta er galið, og mér finnst þetta sýna dómgreindarleysi að hjóla í svona aggresívan póst og viðhæfa svona orðbragð," sagði Úlfur.

Hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn frá því í gær.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið sem Skagamenn brjáluðust yfir
Útvarpsþátturinn - Þjálfarar Pepsi Max fá einkunnir og vandræði íslenskra liða í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner