Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. október 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær sá fyrsti sem Klopp tekst ekki að vinna
Mynd: Getty Images
Liverpool tókst ekki að vinna Manchester United og halda 17 leikja sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Marcus Rashford kom United yfir í fyrri hálfleik, en varamaðurinn Adam Lallana jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Tölfræðisnillingarnir á Opta birtu athyglisverða tölfræði eftir leikinn á Old Trafford.

Þar segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sé eini knattspyrnustjórinn sem Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur mætt oftar en einu sinni í ensku úrvalsdeildinni og ekki tekist að vinna.

Þegar Solskjær og Klopp mættust á síðustu leiktíð var niðurstaðan einnig jafntefli, nánar tiltekið markalaust jafntefli.

Solskjær tók við Man Utd í desember á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner