Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Rashford: Enginn betri í starfið en Solskjær
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram.

Mauricio Pochettino hefur áður verið orðaður við stjórastöðuna hjá United en hann er nú á lausu eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham í vikunni. Rashord er hins vegar ánægður með Solskjær.

„Ég hikaði ekki við að skrifa undir nýjan samning. Það var eins hjá Ole," sagði Rashford.

„Ég gat séð hvar hausinn á honum var, hvar hann vildi að félagið yrði og að mínu mati var þetta engin spurning."

„Við vorum á sömu blaðsíðu og vildum sömu hlutina fyrir félagið. Ole er frábær náungi og hann hefur hagsmuni félagsins í hjarta sínu svo það er að mínu mati enginn betri en hann í starfið."

Athugasemdir
banner
banner
banner