Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 21. nóvember 2020 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Ferdinand um vítaspyrnudóminn: Þetta er skömm
Rio Ferdinand
Rio Ferdinand
Mynd: Getty Images
Enski knattspyrnusérfræðingurinn Rio Ferdinand var skelkaður á frammistöðu enska dómarans, David Coote, í 1-0 sigri Manchester United á WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ferdinand, sem lék lengst af með Manchester United í deildinni, var sérfræðingur hjá BT Sport í kvöld yfir leiknum en hann ræddi þar ákvörðun Coote um að taka víti af WBA.

Bruno Fernandes sparkaði Conor Gallagher niður í teignum og dæmdi Coote vítaspyrnu en ákvað svo að skoða VAR-skjáinn og fara yfir atvikið. Hann dró ákvörðun sína til baka og átti Ferdinand ekki til orð yfir dómgæslunni.

„Þetta er skammarleg ákvörðun. Hann tók rétta ákvörðun í fyrra skiptið og þetta var klár vítaspyrnu. Hvernig getur hann farið gegn eigin sannfæringu í þessu?" sagði Ferdinand á BT Sport.

Coote hefur komið mikið við sögu á þessu tímabili en hann var í VAR-herberginu er Jordan Pickford, markvörður Everton, fór í hættulega tæklingu á Virgil Van Dijk í grannaslagnum gegn Liverpool í október. Hann dæmdi rangstöðu á Van Dijk en vissi ekki að hann mætti skoða brotið á hollenska miðverðinum.
Athugasemdir
banner
banner