Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   mið 22. janúar 2025 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju var samba tónlist spiluð á æfingu hjá Arsenal?
Það vakti athygli að leikmenn Arsenal æfðu undir brasilískri samba tónlist í gær.

Arsenal var þá að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni. Sá leikur er í kvöld.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í þetta á fréttamannafundi í dag. Af hverju þessi tónlist?

„Við höfum gert þetta í mörg ár. Þetta er hluti af æfingunni. Við notum tónlistina til að byggja upp orku og ég held að leikmennirnir njóti þess," sagði Arteta.

„Stundum velja ákveðnir leikmenn ákveðin lög."

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá æfingunni í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner