Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. mars 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar sér ekki að reka Steve Bruce
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley, eigandi Newcastle, ætlar sér ekki að reka Steve Bruce. Þetta kemur fram í grein Sky Sports.

Newcastle tapaði 3-0 gegn Brighton síðastaliðinn laugardag og er aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu fyrir lokahluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Bruce er langt frá því að vera vinsæll hjá stærstum hluta stuðningsmannahóps Newcastle en liðið er ekki að ná í góð úrslit og er að spila hundleiðinlegan fótbolta.

Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Ashley - sem er ekki heldur vinsæll hjá stuðningsmönnum - að halda Bruce. Hann er víst ánægður með það hversu mikla tryggð Bruce hefur sýnt sér og hversu mikla ástríðu hann hefur fyrir félaginu.

Ashley býst við að starfsmenn og leikmenn Newcastle muni snúa bökum saman á síðustu vikum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner