Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Allt í lagi með Alisson - Fer hann aftur til Suður-Ameríku?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker var sendur aftur til Englands eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í landsleik Brasilíu gegn Kólumbíu á dögunum.

Alisson gekkst undir rannsóknir hjá félagsliði sínu Liverpool við komuna til Englands og eru fyrstu niðurstöður komnar í ljós.

Samkvæmt þeim er Alisson við fulla heilsu og getur verið liðtækur strax í næsta leik Liverpool eftir landsleikjahlé.

Markvörðurinn á þó eftir að fá niðurstöðu úr öðrum rannsóknum.

Ef allt fer sem skyldi gæti brasilíska landsliðið reynt að krefjast þess að Alisson fljúgi aftur alla leið til Suður-Ameríku til að taka þátt í næsta leik liðsins, stórslag á útivelli gegn heimsmeisturunum og erkifjendunum frá Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner