Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað ræddi ég við hann áður en ég samdi við KA"
Mjög náinn gamla þjálfaranum sínum
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Per Kjærbye
Marce Römer
Marce Römer
Mynd: Lyngby
Freysi gerði Römer að fyrirliða Lyngby á sínum tíma.
Freysi gerði Römer að fyrirliða Lyngby á sínum tíma.
Mynd: Lyngby
Danski miðjumaðurinn Marcel Römer gekk í raðir KA í síðustu viku en hann kom frá danska félaginu Lyngby þar sem hann var fyrirliði. Römer fékk lítið að spila með Lyngby í vetur og fékk því leyfi til að fara frá félaginu núna í apríl þó að hann væri samningsbundinn út júní.

Hjá Lyngby lék Römer undir stjórn Freys Alexanderssonar á árunum 2021-2024. Freyr gerði Römer að fyrirliða liðsins. Römer var í viðtali hér á Fótbolti.net í síðustu viku og var spurður út í Frey.

„Það er mjög erfitt að yfirgefa Lyngby, það hafa margir persónulegir hlutir gerst þar; ég hef upplifað bæði gott og slæmt þar. Lyngby er stór hluti af mínu liði og stór kafli sem ég var að ljúka við til að byrja nýjan hér. Mér fannst vera kominn tími, ég afrekaði held ég allt sem ég gat þar. Við áttum björgunina ótrúlegu, vorum 16 stigum á eftir en komum til baka (vorið 2023) og héldum okkur svo uppi á lokadeginum á síðasta tímabili líka. Það var kominn tími á mig, ungir strákar að koma upp og ég er spenntur fyrir þessu nýja ævintýri fyrir bæði mig og fjölskylduna. Ég held þetta sé nákvæmlega það sem við þurfum," sagði Römer.

Hann varð fyrir miklu áfalli snemma árs 2022 þegar eiginkona hans lést. Félagið stóð þétt við bakið á honum.

„Tíminn með Freysa var mjög góður, hann gerði mig að fyrirliða og ég spilaði hvern einasta leik undir hans stjórn, sama eiginlega hvort ég var heill eða ekki. Ég kann vel að meta hann, við upplifðum erfiða tíma saman og í raun kom allt félagið í heild saman sem fjölskylda. Við erum mjög nánir, auðvitað ræddi ég við hann áður en ég samdi við KA og við erum í sambandi þegar það er hægt."

Þegar fimm umferðir eru eftir er Lyngby þremur stigum frá öruggu sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Römer vonar að sjálfsögðu að liðið nái að halda sér uppi en Lyngby er í baráttu við Vejle og svo Nóel Atla Arnórsson og félaga í Álaborg um eitt öruggt sæti í deildinni.
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Athugasemdir
banner