Breiðablik mistókst að saxa á forskot KR í Pepsi Max deildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Grindavík á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar eru þar með án sigurs í síðustu 3 deildarleikjum og ljóst að eltingarleikurinn við KR verður erfiðari með hverjum leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Grindavík
„Mér finnst bara eins og við höfum tapað leiknum það er svona upplifunin sem ég hafði, Þú nátturlega vinnur ekki fótboltaleiki ef þú skorar ekki mörk, það gerðum við ekki í dag og því fór sem fór.“
Mikill hiti var í leiknum og harka. Gerði jafntefli KR í gær það að verkum að menn komu extra gíraðir inn í leikinn?
„Nei við erum ekkert endilega að hugsa um þá við erum aðallega að hugsa um okkur og mér fannst við spila nokkuð góðan leik fótboltalega séð. Við létum boltann rúlla á milli og fengum þónokkuð af færum en inn vildi boltinn ekki.“
Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir