Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 22. júlí 2020 23:06
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Fannst allir eiga frábæran dag
Lengjudeildin
Sævar Atli fyrirliði Leiknis
Sævar Atli fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er roslega góð. Leikurinn á móti Magna þó við höfum unnið hann þá áttum við rosalega vondan dag. Ákefðin var engin og við héldum boltanum frekar illa og þeir lágu til baka. Við bjuggumst við því að Víkingar með Guðjón Þórðarson í fyrsta leik myndu liggja aðeins til baka sem og þeir gerðu og við vorum tilbúnir í það og við sýndum það og skoruðum góð fimm mörk og virkilega gott að halda markinu hreinu. “
Sagði Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis um tilfinninguna eftir 5-0 sigur Leiknis á Víking Ólafsvík á Domusnovavellinum í kvöld,

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Víkingur Ó.

Ákefð og grimmd heimamanna var áhorfendum ljós frá fyrstu mínútu og sem dæmi fengu Leiknismenn alls átta horn á fyrstu tíu mínútum leiksins.

„Við vissum að við þyrftum karakter í dag. Bjarki,Ósi og Binni voru ekki með okkur í dag og við þurftum allir að stíga upp sem og við gerðum og mér fannst allir eiga frábæran dag í dag.“

Heilt yfir var frammistaða Leiknismanna frábær í kvöld. En hvað fannst fyrirliðanum skara fram úr í kvöld?

„Mér fannst ákefðin og baráttan, fyrsti og annar bolti, þetta allt var svo gott hjá okkur í dag. Siggi talaði um að við hefðum verið töluvert undir í einvígum á móti Magna það var númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að vera yfir í baráttunni og þegar við erum yfir í baráttunni á okkar heimavelli þá kemur alltaf þessi góði fótbolti sem við spilum með. “

Leiknir settist með sigri kvöldsins í toppsætið og stimplar sig rækilega inn í baráttuna um sæti í Pepsi Max deildinni að ári og þó stutt sé liðið af mótinu hlýtur markmiðið að vera að halda því og fara upp í haust?

„Já. Markmiðið er að koma í hvern einasta leik og spila nákvæmlega eins og í kvöld, þar sem ákefðin er 100%, allir eru on og þá er þetta líka bara miklu skemmtilegra þegar allir gera þetta 100% af krafti þá er bara skemmtilegt að spila fótbolta.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner