
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, gat leyft sér að brosa aðeins eftir flott úrslit gegn ÍBV í Lengjudeildinni í dag.
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Magni hefði hæglega getað unnið leikinn.
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Magni hefði hæglega getað unnið leikinn.
Lestu um leikinn: Magni 0 - 0 ÍBV
„Ég er mjög stoltur af strákunum og þetta er klárlega okkar besta frammistaða í sumar. Það var 'effort' allan tímann. Við höfum átt hálfleik og hálfleik, en ekki náð 95 mínútum af góðri frammistöðu. Ég er gríðarlega stoltur en líka svekktur því við fengum klárlega færi," sagði Sveinn í viðtali eftir leik.
Magnamenn fengu góð færi og bjargaði ÍBV til að mynda tvisvar á línu. „Mjög (súrt) en líka ofboðslega gaman. Ég horfi líka á það þannig. Það er gaman að sjá að við erum að fá þessi tækifæri."
„Ég ætla að horfa jákvætt á þetta," sagði Sveinn en Magni er á botninum með tvö stig.
Viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir