„Þetta var kaflaskiptur leikur," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir 2-2 jafntefli gegn Víkingum í kvöld.
Valsmenn lentu 2-0 undir en sýndu mikinn karakter í því að koma til baka og jafna.
Valsmenn lentu 2-0 undir en sýndu mikinn karakter í því að koma til baka og jafna.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Valur
„Við vorum ekki nægilega góðir fyrri hálfleik, en náum inn mikilvægu marki. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri hjá okkur. Heilt yfir var þetta góður fótboltaleikur."
„Það er mikill karakter í liðinu og við erum búnir að sýna það í sumar. Við komum til baka á móti góðu Víkingsliði. Það er karakter í liðinu en maður hefði viljað sjá heilsteyptari frammistöðu í dag."
Valsmenn eru að berjast um að komast í Evrópukeppni að ári.
„Það er bara halda. Það er æfing á morgun. Eins leiðinlegt svar og þetta er, þá þýðir ekkert fyrir okkur að vera að horfa langt fram í tímann."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir