Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fim 22. september 2022 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alltaf leikmenn sem gera tilkall í landsliðið og hafa rétt á því að segja við sjálfa sig að þær eigi að vera í liðinu, en ég leit á það þannig að þær sem eru í hópnum ættu skilið að vera áfram. Engin þeirra átti skilið að vera tekin úr hópnum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, í dag.

Hann tilkynnti í dag nýjan landsliðshóp fyrir leikinn í umspilinu fyrir HM. Ein breyting er á hópnum, Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er hætt í landsliðinu.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Liðið mun undirbúa sig fyrir leikinn í Portúgal en Belgar og Portúgalar eigast við 6. október og þá kemur í ljós hver verður andstæðingurinn í leiknum mikilvæga.

„Við hittumst öll 4. október rétt hjá Faro í Portúgal. Við verðum þar fram til 9. október og fljúgum þá yfir annað hvort innanlands í Portúgal eða yfir til Belgíu. Það er undirbúningurinn. Við erum með fyrstu æfinguna 5. október þar sem allir leikmenn eiga að vera klárir til æfinga," sagði Steini sem er bjartsýnn fyrir verkefninu og hefur fulla trú á því að liðið geti gert góða hluti.

Sif ákvað að hætta
Það er ein breyting á hópnum frá því síðast - eins og áður kemur fram. Ræddi hann við Sif áður en hún ákvað að hætta?

„Við vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður en hún tilkynnir að hún sé hætt. Við fórum yfir málin. Hún tekur ákvörðun í framhaldinu eftir það. Við áttum gott spjall um ýmislegt. Svo tekur hún þessa ákvörðun út frá sinni sannfæringu."

Steini sagði á fundinum að ákvörðunin hefði komið sér á óvart.

„Ég hef alveg fullan skilning á að hún taki þessa ákvörðun. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu. Þetta eru 80-90 dagar ári. Þetta er tímafrekt ef þú ert orðin fjölskyldumanneskja og allt það. Þú verður að taka ákvörðun eftir því hvað þér finnst best. Hún mat það sem svo að hennar tími í landsliðinu væri kominn. Hún á bara gott skilið fyrir það sem hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta og landsliðið."

Hér að ofan má sjá allt viðtalið en þar ræðir Steini meðal annars um frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í síðustu verkefnum og margt fleira.


Athugasemdir
banner