Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   fim 22. september 2022 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alltaf leikmenn sem gera tilkall í landsliðið og hafa rétt á því að segja við sjálfa sig að þær eigi að vera í liðinu, en ég leit á það þannig að þær sem eru í hópnum ættu skilið að vera áfram. Engin þeirra átti skilið að vera tekin úr hópnum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, í dag.

Hann tilkynnti í dag nýjan landsliðshóp fyrir leikinn í umspilinu fyrir HM. Ein breyting er á hópnum, Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er hætt í landsliðinu.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Liðið mun undirbúa sig fyrir leikinn í Portúgal en Belgar og Portúgalar eigast við 6. október og þá kemur í ljós hver verður andstæðingurinn í leiknum mikilvæga.

„Við hittumst öll 4. október rétt hjá Faro í Portúgal. Við verðum þar fram til 9. október og fljúgum þá yfir annað hvort innanlands í Portúgal eða yfir til Belgíu. Það er undirbúningurinn. Við erum með fyrstu æfinguna 5. október þar sem allir leikmenn eiga að vera klárir til æfinga," sagði Steini sem er bjartsýnn fyrir verkefninu og hefur fulla trú á því að liðið geti gert góða hluti.

Sif ákvað að hætta
Það er ein breyting á hópnum frá því síðast - eins og áður kemur fram. Ræddi hann við Sif áður en hún ákvað að hætta?

„Við vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður en hún tilkynnir að hún sé hætt. Við fórum yfir málin. Hún tekur ákvörðun í framhaldinu eftir það. Við áttum gott spjall um ýmislegt. Svo tekur hún þessa ákvörðun út frá sinni sannfæringu."

Steini sagði á fundinum að ákvörðunin hefði komið sér á óvart.

„Ég hef alveg fullan skilning á að hún taki þessa ákvörðun. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu. Þetta eru 80-90 dagar ári. Þetta er tímafrekt ef þú ert orðin fjölskyldumanneskja og allt það. Þú verður að taka ákvörðun eftir því hvað þér finnst best. Hún mat það sem svo að hennar tími í landsliðinu væri kominn. Hún á bara gott skilið fyrir það sem hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta og landsliðið."

Hér að ofan má sjá allt viðtalið en þar ræðir Steini meðal annars um frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í síðustu verkefnum og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner