Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fim 22. september 2022 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alltaf leikmenn sem gera tilkall í landsliðið og hafa rétt á því að segja við sjálfa sig að þær eigi að vera í liðinu, en ég leit á það þannig að þær sem eru í hópnum ættu skilið að vera áfram. Engin þeirra átti skilið að vera tekin úr hópnum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, í dag.

Hann tilkynnti í dag nýjan landsliðshóp fyrir leikinn í umspilinu fyrir HM. Ein breyting er á hópnum, Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er hætt í landsliðinu.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Liðið mun undirbúa sig fyrir leikinn í Portúgal en Belgar og Portúgalar eigast við 6. október og þá kemur í ljós hver verður andstæðingurinn í leiknum mikilvæga.

„Við hittumst öll 4. október rétt hjá Faro í Portúgal. Við verðum þar fram til 9. október og fljúgum þá yfir annað hvort innanlands í Portúgal eða yfir til Belgíu. Það er undirbúningurinn. Við erum með fyrstu æfinguna 5. október þar sem allir leikmenn eiga að vera klárir til æfinga," sagði Steini sem er bjartsýnn fyrir verkefninu og hefur fulla trú á því að liðið geti gert góða hluti.

Sif ákvað að hætta
Það er ein breyting á hópnum frá því síðast - eins og áður kemur fram. Ræddi hann við Sif áður en hún ákvað að hætta?

„Við vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður en hún tilkynnir að hún sé hætt. Við fórum yfir málin. Hún tekur ákvörðun í framhaldinu eftir það. Við áttum gott spjall um ýmislegt. Svo tekur hún þessa ákvörðun út frá sinni sannfæringu."

Steini sagði á fundinum að ákvörðunin hefði komið sér á óvart.

„Ég hef alveg fullan skilning á að hún taki þessa ákvörðun. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu. Þetta eru 80-90 dagar ári. Þetta er tímafrekt ef þú ert orðin fjölskyldumanneskja og allt það. Þú verður að taka ákvörðun eftir því hvað þér finnst best. Hún mat það sem svo að hennar tími í landsliðinu væri kominn. Hún á bara gott skilið fyrir það sem hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta og landsliðið."

Hér að ofan má sjá allt viðtalið en þar ræðir Steini meðal annars um frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í síðustu verkefnum og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner
banner