Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 22. september 2022 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alltaf leikmenn sem gera tilkall í landsliðið og hafa rétt á því að segja við sjálfa sig að þær eigi að vera í liðinu, en ég leit á það þannig að þær sem eru í hópnum ættu skilið að vera áfram. Engin þeirra átti skilið að vera tekin úr hópnum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, í dag.

Hann tilkynnti í dag nýjan landsliðshóp fyrir leikinn í umspilinu fyrir HM. Ein breyting er á hópnum, Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er hætt í landsliðinu.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Liðið mun undirbúa sig fyrir leikinn í Portúgal en Belgar og Portúgalar eigast við 6. október og þá kemur í ljós hver verður andstæðingurinn í leiknum mikilvæga.

„Við hittumst öll 4. október rétt hjá Faro í Portúgal. Við verðum þar fram til 9. október og fljúgum þá yfir annað hvort innanlands í Portúgal eða yfir til Belgíu. Það er undirbúningurinn. Við erum með fyrstu æfinguna 5. október þar sem allir leikmenn eiga að vera klárir til æfinga," sagði Steini sem er bjartsýnn fyrir verkefninu og hefur fulla trú á því að liðið geti gert góða hluti.

Sif ákvað að hætta
Það er ein breyting á hópnum frá því síðast - eins og áður kemur fram. Ræddi hann við Sif áður en hún ákvað að hætta?

„Við vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður en hún tilkynnir að hún sé hætt. Við fórum yfir málin. Hún tekur ákvörðun í framhaldinu eftir það. Við áttum gott spjall um ýmislegt. Svo tekur hún þessa ákvörðun út frá sinni sannfæringu."

Steini sagði á fundinum að ákvörðunin hefði komið sér á óvart.

„Ég hef alveg fullan skilning á að hún taki þessa ákvörðun. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu. Þetta eru 80-90 dagar ári. Þetta er tímafrekt ef þú ert orðin fjölskyldumanneskja og allt það. Þú verður að taka ákvörðun eftir því hvað þér finnst best. Hún mat það sem svo að hennar tími í landsliðinu væri kominn. Hún á bara gott skilið fyrir það sem hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta og landsliðið."

Hér að ofan má sjá allt viðtalið en þar ræðir Steini meðal annars um frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í síðustu verkefnum og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner
banner