Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. nóvember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Salah gæti náð leiknum á morgun
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Mohamed Salah sé ennþá að glíma við ökklameiðsli en þó sé ekki útilokað að hann spili gegn Crystal Palace á morgun.

Salah hefur verið í vandræðum með ökklameiðsli síðan í byrjun október og meiðslin tóku sig upp á ný í síðasta leik gegn Manchester City.

Salah hvíldi í landsleikjum Egypta á dögunum og í vikunni var sagt að hann myndi missa af leiknum gegn Crystal Palace á morgun. Sóknarmaðurinn öflugi hefur hins vegar æft í vikunni og Klopp útilokar ekki að hann spili á morgun.

„Við þurfum að vera skynsamir. Ég hef ekki tekið ákvörðun. Ég sé hvernig hann verður eftir æfinguna í dag," sagði Klopp.

Andy Robertson er einnig tæpur fyrir leikinn á morgun en Klopp blés á sögusagnir um að Virgil van Dijk sé meiddur og segir að Hollendingurinn spili á morgun.
Athugasemdir
banner
banner