Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Alli Jói: Tilfinningin er ótrúlega sæt
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   mið 23. júní 2021 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Áttu þetta bara meira skilið en við
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í þessum leik fannst mér við bara ekki gera nóg til þess að vinna. Í raun og veru snerist þetta kannski alltaf um hvort liðið myndi ná fyrsta markinu en mér fannst við ekki gera nóg. Það hjálpaði okkur ekkert í þessum leik að vera meira með boltann eða gerði að verkum að Keflavík ætti minna skilið. Mér fannst þeir vera að mörgu leyti góðir í þessum leik og áttu þetta bara meira skilið en við.“ Voru fyrstu orð Óskars Hrafns Þorvaldssonar eftir 2-0 tap Breiðabliks í framlengdum leik gegn Keflavík í 32.liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

Aðeins er rúmlega mánuður síðan þessi lið mættust í deildinni á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fór með þægilegan 4-0 sigur af hólmi. Var mögulega einhver værukærð í leikmönnum Breiðabliks eftir þann sigur?

„Nei það held ég ekki, ég yrði mjög hissa á því. Við vitum sem er að allir leikir við Pepsi Max deildar lið eru erfiðir og menn þurfa að vera allra besta útgáfan af sjálfum sér til þess að vinna. “

Breiðablik fékk þó nokkur færi til að skora í leiknum en tókst ekki hvort heldur sem boltinn var settur framhjá eða góður markvörður heimamanna Sindri Kristinn Ólafsson varði frá þeim. Saknar liðið Thomas Mikkelsen úr framlínunni?

„Já ég held að öll lið myndu sakna Thomas Mikkelsen ég held að það sé alveg ljóst. En við getum ekki skýlt okkur á bakvið það. Við söknum hans en höfum verið án hans í síðustu leikjum og verðum eitthvað áfram svo að við þurfum að læra lifa með því.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir