Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
banner
   mið 23. júní 2021 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Áttu þetta bara meira skilið en við
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í þessum leik fannst mér við bara ekki gera nóg til þess að vinna. Í raun og veru snerist þetta kannski alltaf um hvort liðið myndi ná fyrsta markinu en mér fannst við ekki gera nóg. Það hjálpaði okkur ekkert í þessum leik að vera meira með boltann eða gerði að verkum að Keflavík ætti minna skilið. Mér fannst þeir vera að mörgu leyti góðir í þessum leik og áttu þetta bara meira skilið en við.“ Voru fyrstu orð Óskars Hrafns Þorvaldssonar eftir 2-0 tap Breiðabliks í framlengdum leik gegn Keflavík í 32.liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

Aðeins er rúmlega mánuður síðan þessi lið mættust í deildinni á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fór með þægilegan 4-0 sigur af hólmi. Var mögulega einhver værukærð í leikmönnum Breiðabliks eftir þann sigur?

„Nei það held ég ekki, ég yrði mjög hissa á því. Við vitum sem er að allir leikir við Pepsi Max deildar lið eru erfiðir og menn þurfa að vera allra besta útgáfan af sjálfum sér til þess að vinna. “

Breiðablik fékk þó nokkur færi til að skora í leiknum en tókst ekki hvort heldur sem boltinn var settur framhjá eða góður markvörður heimamanna Sindri Kristinn Ólafsson varði frá þeim. Saknar liðið Thomas Mikkelsen úr framlínunni?

„Já ég held að öll lið myndu sakna Thomas Mikkelsen ég held að það sé alveg ljóst. En við getum ekki skýlt okkur á bakvið það. Við söknum hans en höfum verið án hans í síðustu leikjum og verðum eitthvað áfram svo að við þurfum að læra lifa með því.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner