Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 23. júní 2021 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Áttu þetta bara meira skilið en við
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í þessum leik fannst mér við bara ekki gera nóg til þess að vinna. Í raun og veru snerist þetta kannski alltaf um hvort liðið myndi ná fyrsta markinu en mér fannst við ekki gera nóg. Það hjálpaði okkur ekkert í þessum leik að vera meira með boltann eða gerði að verkum að Keflavík ætti minna skilið. Mér fannst þeir vera að mörgu leyti góðir í þessum leik og áttu þetta bara meira skilið en við.“ Voru fyrstu orð Óskars Hrafns Þorvaldssonar eftir 2-0 tap Breiðabliks í framlengdum leik gegn Keflavík í 32.liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

Aðeins er rúmlega mánuður síðan þessi lið mættust í deildinni á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fór með þægilegan 4-0 sigur af hólmi. Var mögulega einhver værukærð í leikmönnum Breiðabliks eftir þann sigur?

„Nei það held ég ekki, ég yrði mjög hissa á því. Við vitum sem er að allir leikir við Pepsi Max deildar lið eru erfiðir og menn þurfa að vera allra besta útgáfan af sjálfum sér til þess að vinna. “

Breiðablik fékk þó nokkur færi til að skora í leiknum en tókst ekki hvort heldur sem boltinn var settur framhjá eða góður markvörður heimamanna Sindri Kristinn Ólafsson varði frá þeim. Saknar liðið Thomas Mikkelsen úr framlínunni?

„Já ég held að öll lið myndu sakna Thomas Mikkelsen ég held að það sé alveg ljóst. En við getum ekki skýlt okkur á bakvið það. Við söknum hans en höfum verið án hans í síðustu leikjum og verðum eitthvað áfram svo að við þurfum að læra lifa með því.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner