Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 23. júní 2021 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Áttu þetta bara meira skilið en við
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í þessum leik fannst mér við bara ekki gera nóg til þess að vinna. Í raun og veru snerist þetta kannski alltaf um hvort liðið myndi ná fyrsta markinu en mér fannst við ekki gera nóg. Það hjálpaði okkur ekkert í þessum leik að vera meira með boltann eða gerði að verkum að Keflavík ætti minna skilið. Mér fannst þeir vera að mörgu leyti góðir í þessum leik og áttu þetta bara meira skilið en við.“ Voru fyrstu orð Óskars Hrafns Þorvaldssonar eftir 2-0 tap Breiðabliks í framlengdum leik gegn Keflavík í 32.liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

Aðeins er rúmlega mánuður síðan þessi lið mættust í deildinni á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fór með þægilegan 4-0 sigur af hólmi. Var mögulega einhver værukærð í leikmönnum Breiðabliks eftir þann sigur?

„Nei það held ég ekki, ég yrði mjög hissa á því. Við vitum sem er að allir leikir við Pepsi Max deildar lið eru erfiðir og menn þurfa að vera allra besta útgáfan af sjálfum sér til þess að vinna. “

Breiðablik fékk þó nokkur færi til að skora í leiknum en tókst ekki hvort heldur sem boltinn var settur framhjá eða góður markvörður heimamanna Sindri Kristinn Ólafsson varði frá þeim. Saknar liðið Thomas Mikkelsen úr framlínunni?

„Já ég held að öll lið myndu sakna Thomas Mikkelsen ég held að það sé alveg ljóst. En við getum ekki skýlt okkur á bakvið það. Við söknum hans en höfum verið án hans í síðustu leikjum og verðum eitthvað áfram svo að við þurfum að læra lifa með því.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner