Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mið 23. júní 2021 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Áttu þetta bara meira skilið en við
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í þessum leik fannst mér við bara ekki gera nóg til þess að vinna. Í raun og veru snerist þetta kannski alltaf um hvort liðið myndi ná fyrsta markinu en mér fannst við ekki gera nóg. Það hjálpaði okkur ekkert í þessum leik að vera meira með boltann eða gerði að verkum að Keflavík ætti minna skilið. Mér fannst þeir vera að mörgu leyti góðir í þessum leik og áttu þetta bara meira skilið en við.“ Voru fyrstu orð Óskars Hrafns Þorvaldssonar eftir 2-0 tap Breiðabliks í framlengdum leik gegn Keflavík í 32.liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

Aðeins er rúmlega mánuður síðan þessi lið mættust í deildinni á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fór með þægilegan 4-0 sigur af hólmi. Var mögulega einhver værukærð í leikmönnum Breiðabliks eftir þann sigur?

„Nei það held ég ekki, ég yrði mjög hissa á því. Við vitum sem er að allir leikir við Pepsi Max deildar lið eru erfiðir og menn þurfa að vera allra besta útgáfan af sjálfum sér til þess að vinna. “

Breiðablik fékk þó nokkur færi til að skora í leiknum en tókst ekki hvort heldur sem boltinn var settur framhjá eða góður markvörður heimamanna Sindri Kristinn Ólafsson varði frá þeim. Saknar liðið Thomas Mikkelsen úr framlínunni?

„Já ég held að öll lið myndu sakna Thomas Mikkelsen ég held að það sé alveg ljóst. En við getum ekki skýlt okkur á bakvið það. Við söknum hans en höfum verið án hans í síðustu leikjum og verðum eitthvað áfram svo að við þurfum að læra lifa með því.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner