Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 23. júní 2024 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Herjuðu á augljósan veikleika Stjörnuliðsins
Stjörnumenn þurfa að laga varnarleikinn í föstum leikatriðum.
Stjörnumenn þurfa að laga varnarleikinn í föstum leikatriðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ánægjulegt að sá spádómur minn hafi ræst, þannig að þeir (leikmenn) haldi áfram að trúa því sem ég segi fyrir leiki'
'Það er ánægjulegt að sá spádómur minn hafi ræst, þannig að þeir (leikmenn) haldi áfram að trúa því sem ég segi fyrir leiki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarleikur Stjörnuliðsins í föstum leikatriðum hefur ekki verið boðlegur.

Liðið fékk á sig eitt mark eftir horn gegn Vestra í þarsíðustu umferð, eitt mark eftir hornspyrnu gegn FH í síðasta leik og sömuleiðis eitt mark eftir aukaspyrnu, og í leiknum gegn HK í gær fékk Stjörnuliðið á sig þrjú mörk eftir föst leikatriði.

Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

Ómar Ingi Guðmundsson var greinilega búinn að sjá þennan veikleika í leik Stjörnunnar þegar hann undirbjó lið HK fyrir leikinn í gær.

„Já, við vorum búnir að sjá þennan veikleika. Þeir voru búnir að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum í síðustu tveimur leikjum, eitthvað um 20% af mörkunum sem þeir hafa fengið á sig hafa komið eftir föst leikatriði. Við skoruðum úr föstu leikatriði í síðasta leik og við ætluðum að vera aggressífir þar. Það gekk upp," sagði Ómar Ingi við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við erum með gífurlega sterka leikmenn inni í boxinu hjá okkur og góðan spyrnumann í George (Nunn). Það er ánægjulegt að sá spádómur minn hafi ræst, þannig að þeir (leikmenn) haldi áfram að trúa því sem ég segi fyrir leiki," sagði Ómar.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, er mjög meðvitaður um að hann og hans leikmenn þurfa að laga varnarleik sinn eftir föst leikatriði eins og heyra má í viðtalinu hér að neðan.
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Athugasemdir
banner
banner
banner