Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 23. júní 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var óánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir FH á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Það er bara leiðinlegt, bara hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það venst seint. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist í svona 75 mínútur fannst mér við bara vera þokkalegir í þessum leik. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera mun betri aðilinn og við sköpum okkur hættuleg færi. Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur nema þetta mark. Síðan bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik, gerum skiptingar og jöfnum leikinn. Gerum það mjög vel og það er kraftur í okkur. Síðan fáum við bara mark í andlitið stuttu seinna úr föstu leikatriði sem er bara ekki nógu gott. Við héldum alveg áfram að berjast í stöðunni 2-1, að reyna að setja eitt jöfnunarmark. Svo kemur bara ein skyndisókn og þeir ná að setja 3-1, þá svona fjarar þetta út fyrir okkur."

Emil Ásmundsson og Nikulás Val Gunnarsson spiluðu sem fremstu menn hjá Fylki í dag og hafa gert síðustu leiki. Þeir hafa báðir yfirleitt á sínum ferli spilað á miðjunni en Rúnari þykir lítið athugavert við að setja þá í þessar stöður.

„Þeir spila líka svona í síðasta leik, og þar síðasta. Það er svo sem ekkert óvanalegt, þetta eru bara öflugir leikmenn og svo erum við bara að nýta breiddina okkar, flinkir leikmenn og þeir gera það vel. Þannig það er ekkert að því."

Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Fylkismenn fara aftur í neðsta sæti deildarinnar. Fallbaráttan lítur út fyrir að hún verður spennandi í ár.

„Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa, við getum ekki verið að stóla á einhver önnur lið. Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Það snýst ekkert um neitt annað en okkur sjálfa þannig við þurfum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner