West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   sun 23. júní 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var óánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir FH á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Það er bara leiðinlegt, bara hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það venst seint. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist í svona 75 mínútur fannst mér við bara vera þokkalegir í þessum leik. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera mun betri aðilinn og við sköpum okkur hættuleg færi. Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur nema þetta mark. Síðan bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik, gerum skiptingar og jöfnum leikinn. Gerum það mjög vel og það er kraftur í okkur. Síðan fáum við bara mark í andlitið stuttu seinna úr föstu leikatriði sem er bara ekki nógu gott. Við héldum alveg áfram að berjast í stöðunni 2-1, að reyna að setja eitt jöfnunarmark. Svo kemur bara ein skyndisókn og þeir ná að setja 3-1, þá svona fjarar þetta út fyrir okkur."

Emil Ásmundsson og Nikulás Val Gunnarsson spiluðu sem fremstu menn hjá Fylki í dag og hafa gert síðustu leiki. Þeir hafa báðir yfirleitt á sínum ferli spilað á miðjunni en Rúnari þykir lítið athugavert við að setja þá í þessar stöður.

„Þeir spila líka svona í síðasta leik, og þar síðasta. Það er svo sem ekkert óvanalegt, þetta eru bara öflugir leikmenn og svo erum við bara að nýta breiddina okkar, flinkir leikmenn og þeir gera það vel. Þannig það er ekkert að því."

Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Fylkismenn fara aftur í neðsta sæti deildarinnar. Fallbaráttan lítur út fyrir að hún verður spennandi í ár.

„Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa, við getum ekki verið að stóla á einhver önnur lið. Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Það snýst ekkert um neitt annað en okkur sjálfa þannig við þurfum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner