Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 23. júní 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var óánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir FH á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Það er bara leiðinlegt, bara hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það venst seint. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist í svona 75 mínútur fannst mér við bara vera þokkalegir í þessum leik. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera mun betri aðilinn og við sköpum okkur hættuleg færi. Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur nema þetta mark. Síðan bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik, gerum skiptingar og jöfnum leikinn. Gerum það mjög vel og það er kraftur í okkur. Síðan fáum við bara mark í andlitið stuttu seinna úr föstu leikatriði sem er bara ekki nógu gott. Við héldum alveg áfram að berjast í stöðunni 2-1, að reyna að setja eitt jöfnunarmark. Svo kemur bara ein skyndisókn og þeir ná að setja 3-1, þá svona fjarar þetta út fyrir okkur."

Emil Ásmundsson og Nikulás Val Gunnarsson spiluðu sem fremstu menn hjá Fylki í dag og hafa gert síðustu leiki. Þeir hafa báðir yfirleitt á sínum ferli spilað á miðjunni en Rúnari þykir lítið athugavert við að setja þá í þessar stöður.

„Þeir spila líka svona í síðasta leik, og þar síðasta. Það er svo sem ekkert óvanalegt, þetta eru bara öflugir leikmenn og svo erum við bara að nýta breiddina okkar, flinkir leikmenn og þeir gera það vel. Þannig það er ekkert að því."

Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Fylkismenn fara aftur í neðsta sæti deildarinnar. Fallbaráttan lítur út fyrir að hún verður spennandi í ár.

„Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa, við getum ekki verið að stóla á einhver önnur lið. Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Það snýst ekkert um neitt annað en okkur sjálfa þannig við þurfum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner