Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 23. júní 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var óánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir FH á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Það er bara leiðinlegt, bara hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það venst seint. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist í svona 75 mínútur fannst mér við bara vera þokkalegir í þessum leik. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera mun betri aðilinn og við sköpum okkur hættuleg færi. Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur nema þetta mark. Síðan bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik, gerum skiptingar og jöfnum leikinn. Gerum það mjög vel og það er kraftur í okkur. Síðan fáum við bara mark í andlitið stuttu seinna úr föstu leikatriði sem er bara ekki nógu gott. Við héldum alveg áfram að berjast í stöðunni 2-1, að reyna að setja eitt jöfnunarmark. Svo kemur bara ein skyndisókn og þeir ná að setja 3-1, þá svona fjarar þetta út fyrir okkur."

Emil Ásmundsson og Nikulás Val Gunnarsson spiluðu sem fremstu menn hjá Fylki í dag og hafa gert síðustu leiki. Þeir hafa báðir yfirleitt á sínum ferli spilað á miðjunni en Rúnari þykir lítið athugavert við að setja þá í þessar stöður.

„Þeir spila líka svona í síðasta leik, og þar síðasta. Það er svo sem ekkert óvanalegt, þetta eru bara öflugir leikmenn og svo erum við bara að nýta breiddina okkar, flinkir leikmenn og þeir gera það vel. Þannig það er ekkert að því."

Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Fylkismenn fara aftur í neðsta sæti deildarinnar. Fallbaráttan lítur út fyrir að hún verður spennandi í ár.

„Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa, við getum ekki verið að stóla á einhver önnur lið. Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Það snýst ekkert um neitt annað en okkur sjálfa þannig við þurfum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner