Aron Freyr Róbertsson átti góðan leik í liði Víðis þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins með sigri á KFK í undanúrslitum í dag en lokatölur urðu 2-1 Víði í vil. Aron skoraði fyrra mark Víðis í leiknum og jafnaði þá leikinn í 1-1 eftir að KFK hafði komist yfir úr vítaspyrnu. Um tilfinninguna að vera á leið á Laugardalsvöll með Víði sagði Aron.
Lestu um leikinn: Víðir 2 - 1 KFK
„Geggjuð, geggjað að klára þetta heima og ennþá skemmtilegra að fara út á Laugardalsvöll.“
Lið Víðis lenti eins og áður sagði undir í leiknum og þurfti sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Það hafðist þó á endanum og sigurinn eflaust sætari fyrir vikið.
„Já þeir voru erfiðir og mættu okkur af fullum krafti og við réðum ekkert við þá í fyrri hálfleiknum. Við breyttum svo um taktík og þá fannst mér við vera með leikinn.“
Aron sem á tugi leikja í efstu deild er á heimaslóðum í Garðinum og að finna sig vel í stemmingunni þar og Víðistreyjunni.
„Það er alltaf gott að vera heima og spila á einum besta grasvelli landsins.“
Hefur Aron áður leikið á Laugardalsvelli?
„Já ég á tvo leiki þar, en ég ætla að vinna í fyrsta skipti þar á föstudaginn.“
Athugasemdir