De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   lau 23. september 2023 18:01
Sverrir Örn Einarsson
Aron Freyr: Á tvo leiki þar en ég ætla að vinna í fyrsta skipti þar á föstudaginn
Aron Freyr er hann lék með Keflavík
Aron Freyr er hann lék með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Freyr Róbertsson átti góðan leik í liði Víðis þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins með sigri á KFK í undanúrslitum í dag en lokatölur urðu 2-1 Víði í vil. Aron skoraði fyrra mark Víðis í leiknum og jafnaði þá leikinn í 1-1 eftir að KFK hafði komist yfir úr vítaspyrnu. Um tilfinninguna að vera á leið á Laugardalsvöll með Víði sagði Aron.

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFK

„Geggjuð, geggjað að klára þetta heima og ennþá skemmtilegra að fara út á Laugardalsvöll.“

Lið Víðis lenti eins og áður sagði undir í leiknum og þurfti sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Það hafðist þó á endanum og sigurinn eflaust sætari fyrir vikið.

„Já þeir voru erfiðir og mættu okkur af fullum krafti og við réðum ekkert við þá í fyrri hálfleiknum. Við breyttum svo um taktík og þá fannst mér við vera með leikinn.“

Aron sem á tugi leikja í efstu deild er á heimaslóðum í Garðinum og að finna sig vel í stemmingunni þar og Víðistreyjunni.

„Það er alltaf gott að vera heima og spila á einum besta grasvelli landsins.“

Hefur Aron áður leikið á Laugardalsvelli?

„Já ég á tvo leiki þar, en ég ætla að vinna í fyrsta skipti þar á föstudaginn.“


Athugasemdir
banner
banner
banner