FC Bayern mistókst að landa Trevoh Chalobah og Joao Palhinha undir lok félagsskiptaglugga sumarsins en Þýskalandsmeistararnir eru enn áhugasamir um leikmennina.
Chalobah er fjölhæfur varnarmaður sem leikur fyrir Chelsea og greinir fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano að Mauricio Pochettino og stjórnendur Chelsea búist við að selja hann til Bayern í janúar.
Chalobah hafnaði tækifæri til að ganga í raðir Nottingham Forest í sumar til að komast til Þýskalands.
Chalobah gæti blandað sér í baráttuna um byrjunariðssæti hjá Bayern þar sem hann gæti veitt Dayot Upamecano, Kim Min-jae og Matthijs de Ligt góða samkeppni um sæti í hjarta varnarinnar. Þar að auki getur Chalobah spilað sem hægri bakvörður og myndi veita Noussair Mazraoui samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna eftir að Benjamin Pavard var seldur til Inter.
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, neitar þessu þó og segir að Chalobah sé partur af byrjunarliðsáformum sínum og framtíðaráformum Lundúnafélagsins.