Fótbolti.net ræddi við Orra Hlöðversson, formann ÍTF, eftir að ÍTF kynnti nýtt nafn á efstu deild karla og efstu deild kvenna - Besta deildin.
„Það var úr vöndu að ráða þegar finna þurfti gott nafn. Það þurfti að tikka í mörg box og það sem gerði ekki síst útslagið er hversu þjált það er í almennri notkun í tungumálinu: Er hann nógu góður fyrir Bestu? Er hún nógu góð fyrir Bestu? Það er leikur í Bestu í kvöld," sagði Orri.
Sjá einnig:
Besta deildin: Sjáðu kynningarmyndbandið
„Okkur þótti þetta gott upp á það að gera. Svo er þetta lýsandi fyrir það að öllu jöfnu eru þetta bestu deildirnar á Íslandi."
Það voru önnur nöfn í deiglunni en Besta deildin varð ofan á. „Við ætlum að byggja þetta vörumerki upp og þetta er byrjunin á nýju módeli hjá okkur."
„Við skoðuðum hvernig þetta er gert í nágrannalöndunum og þetta er leið sem hefur verið farin - að vera með svokallað „multi-sponsor" (marga kostendur). Þá getur deildin heitið og haldið sínu vörumerki burtséð frá því hverjir eru að styrkja hana á hverjum tíma."
Orri útskýrir þá hugmyndina á bakvið nýtt lógó. Viðtalið í heild má sjá hér neðst í spilaranum.
Athugasemdir






















