Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 24. febrúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður ÍTF: Það er leikur í Bestu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Orra Hlöðversson, formann ÍTF, eftir að ÍTF kynnti nýtt nafn á efstu deild karla og efstu deild kvenna - Besta deildin.

„Það var úr vöndu að ráða þegar finna þurfti gott nafn. Það þurfti að tikka í mörg box og það sem gerði ekki síst útslagið er hversu þjált það er í almennri notkun í tungumálinu: Er hann nógu góður fyrir Bestu? Er hún nógu góð fyrir Bestu? Það er leikur í Bestu í kvöld," sagði Orri.

Sjá einnig:
Besta deildin: Sjáðu kynningarmyndbandið

„Okkur þótti þetta gott upp á það að gera. Svo er þetta lýsandi fyrir það að öllu jöfnu eru þetta bestu deildirnar á Íslandi."

Það voru önnur nöfn í deiglunni en Besta deildin varð ofan á. „Við ætlum að byggja þetta vörumerki upp og þetta er byrjunin á nýju módeli hjá okkur."

„Við skoðuðum hvernig þetta er gert í nágrannalöndunum og þetta er leið sem hefur verið farin - að vera með svokallað „multi-sponsor" (marga kostendur). Þá getur deildin heitið og haldið sínu vörumerki burtséð frá því hverjir eru að styrkja hana á hverjum tíma."


Orri útskýrir þá hugmyndina á bakvið nýtt lógó. Viðtalið í heild má sjá hér neðst í spilaranum.
Athugasemdir
banner