Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 24. apríl 2025 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta var frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld. 

„Eftir fyrstu 15-20 mín þá fannst mér við ógna meira að markinu. Við skorum eitt gott mark og hefðum getað skorað fleiri" 

„Mér fannst við loka vel á þeirra aðgerðir. Við vorum að mæta gríðarlega góðu liði þannig þvílíkt hrós á strákana. Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild hjá okkur. Þá gerast góðir hlutir og frábærlega gert hjá drengjunum í dag"

Afturelding voru hægir af stað í kvöld en um leið og þeir komust í takt þá tóku þeir öll völd á vellinum.

„Þetta er það sem við ætluðum að gera. Það var smá skrekkur í mönnum í byrjun og kannski ekki ósvipað fyrstu tveimur leikjunum. Mér finnst við hafa verið aðeins of mikið inni í skelinni en mér fannst allt annað dæmi í dag. Við vorum miklu hugrakkari og þetta var frábær vinnusemi hjá öllum og allir að leggja sitt að mörkum. Frábær leikur hjá allri liðsheildinni" sagði Magnús Már Einarsson.

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner