Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá.
Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Víkingur R.
„Þetta var frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld.
„Eftir fyrstu 15-20 mín þá fannst mér við ógna meira að markinu. Við skorum eitt gott mark og hefðum getað skorað fleiri"
„Mér fannst við loka vel á þeirra aðgerðir. Við vorum að mæta gríðarlega góðu liði þannig þvílíkt hrós á strákana. Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild hjá okkur. Þá gerast góðir hlutir og frábærlega gert hjá drengjunum í dag"
Afturelding voru hægir af stað í kvöld en um leið og þeir komust í takt þá tóku þeir öll völd á vellinum.
„Þetta er það sem við ætluðum að gera. Það var smá skrekkur í mönnum í byrjun og kannski ekki ósvipað fyrstu tveimur leikjunum. Mér finnst við hafa verið aðeins of mikið inni í skelinni en mér fannst allt annað dæmi í dag. Við vorum miklu hugrakkari og þetta var frábær vinnusemi hjá öllum og allir að leggja sitt að mörkum. Frábær leikur hjá allri liðsheildinni" sagði Magnús Már Einarsson.
Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 - 1 | +3 | 7 |
2. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
3. Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
4. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
5. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
6. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
7. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
8. KR | 3 | 0 | 3 | 0 | 7 - 7 | 0 | 3 |
9. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
10. ÍA | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 4 | -2 | 3 |
11. FH | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
12. KA | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 9 | -6 | 1 |