Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 24. apríl 2025 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta var frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld. 

„Eftir fyrstu 15-20 mín þá fannst mér við ógna meira að markinu. Við skorum eitt gott mark og hefðum getað skorað fleiri" 

„Mér fannst við loka vel á þeirra aðgerðir. Við vorum að mæta gríðarlega góðu liði þannig þvílíkt hrós á strákana. Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild hjá okkur. Þá gerast góðir hlutir og frábærlega gert hjá drengjunum í dag"

Afturelding voru hægir af stað í kvöld en um leið og þeir komust í takt þá tóku þeir öll völd á vellinum.

„Þetta er það sem við ætluðum að gera. Það var smá skrekkur í mönnum í byrjun og kannski ekki ósvipað fyrstu tveimur leikjunum. Mér finnst við hafa verið aðeins of mikið inni í skelinni en mér fannst allt annað dæmi í dag. Við vorum miklu hugrakkari og þetta var frábær vinnusemi hjá öllum og allir að leggja sitt að mörkum. Frábær leikur hjá allri liðsheildinni" sagði Magnús Már Einarsson.

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner