City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   þri 24. maí 2022 22:59
Ingi Snær Karlsson
Sindri Snær: Þorðum að spila sem er helvíti töff
Sindri Snær Ólafsson fyrir miðju, þjálfari Hvíta riddarans
Sindri Snær Ólafsson fyrir miðju, þjálfari Hvíta riddarans
Mynd: Hvíti Riddarinn
„Vorum bara þéttir og svo þegar við unnum boltann þá þorðum við að spila sem er helvíti töff." sagði Sindri Snær Ólafsson eftir 2-0 tap gegn Kórdrengjum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Hvíti riddarinn 0 -  2 Kórdrengir

Þið haldið þeim í 0-0 lengi, þú hlýtur að vera sáttur með það?

„Já heldur betur, við erum bara með helvíti flotta stráka í liðinu okkar og menn voru bara á sínum degi og nýttu alla orkuna sem við fengum frá vellinum og aðdáendum."

Hvernig lögðuð þið leikinn upp?

„Að spila okkar leik, ætluðum klárlega að verjast vængbakvörðunum því þeir fara mikið upp. Þétta svolítið miðjuna og þvinga út á kantana. Svo þegar við myndum vinna boltann að spila okkar bolta, þora að spila í gegnum pressuna þeirra. Sem þannig séð gékk, við fengum flott færi í fyrri hálfleik sem við hefðum klárlega getað komist í 1-0 og þá hefði kannski eitthvað annað gerst en maður veit ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner