Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 24. júní 2020 21:22
Aksentije Milisic
Brynjar Björn: Við rifum okkur í gang í seinni hálfleik
Brynjar Björn.
Brynjar Björn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK heimsótti Magna á Grenivík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Úr varð hörku leikur en HK tryggði sér sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Brynjar Björn, þjálfari HK, segir að frammistaðan hjá HK hafi ekki verið nægilega góð í fyrri hálfleik en hann var sáttur með þann síðari.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 HK

„Hún var ágæt, hún var ekki nógu góð í fyrri hálfleik fannst mér en við rifum okkur aðeins í gang í seinni hálfleik, vorum aðeins agressívari og beinskeittari og fengum tvö mörk upp úr því."

HK-ingar mættu öflugri í síðari hálfleikinn og tókst þeim að klára leikinn. Hvað sagði Brynjar við sína menn í hálfleiknum?

„Ég sagði, geggjaður veður, góður völlur og frábært útsýni. Eina sem við getum verið svekktir með erum við sjálfir. Við löguðum það og þetta var fullkominn endir."

Brynjar var spurður út í þær sögusagnir að Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, verði lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrsta leik sumarsins gegn FH.

„Arnar verður smá frá, það er ljóst. En standið á hópnum er fínt og kærkomin viðbót að fá Ara (Sigurpálsson) og Stefan (Ljubicic) inn í hópinn líka. Þannig að við fáum aðeins meiri breidd í hópinn."

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner