Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 24. júní 2020 22:26
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Meiðsli Hadda líta ekki vel út
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Leikur fer úr samhengi í rauninni þegar þessi tvö rauðu spjöld komu og þetta verður allt annað dæmi. Fram að því var þetta búið vera ágætt hjá okkur," sagði Óli Stefán eftir 6-0 sigur hans manna gegn Leikni.

Lestu um leikinn: KA 6 -  0 Leiknir R.

KA vann leikinn 6-0 en Leiknismenn spiluðu 60 mínútur tveimur mönnum færri.

„Ég tek það fram að ég er mjög hrifinn af því sem Leiknir er að gera. Ótrúlega flott lið og við vissum að við værum að fara í erfiðan slag og ég er mjög ánægður að við sigldum þessu heim."

Hallgrímur Jónasson fór með sjúkrabíl eftir tæklingu frá Sólon.

„Það lítur ekki vel út, þetta eru hnémeiðsli. Ég verð eiginlega bara að bíða og sjá en leiðinlegt að þetta hafi farið í svona."

Óli var sáttur við leik sinna manna.

„Maður vill alltaf gera ákveðna hluti betur en við vorum agaðir og héldum bolta. Við gerðum margt vel en það eru ákveðnar færslur sem ég hefði vilja sjá fara betur en auðvitað get ég ekki kvartað yfir sex mörkum. Heilt yfir nokkuð sáttur."

„Hópurinn var sterkur í dag, þetta var gott fyrir okkur og eiginlega nauðsynlegt að koma með svona innspýtingu í þetta. Opnaðist flæði og sóknarleikurinn þannig að við skorum sex mörk. Ég ítreka það samt að leikurinn breytist algjörlega eftir 35 - 40 mínútur."

Rodri, Aboubakar og Haukur Heiðar hafa ekki verið með liðinu í upphafi móts.

„Þeir eru bara á réttri leið. Rodri er byrjaður að æfa á fullu, Aboubakar aðeins á eftir og svo er Haukur Heiðar ekki langt undan heldur. Auðvitað í ljósi þess að Haddi meiðist illa þá er fínt að fá þá inn aftur."

VIðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
Athugasemdir
banner
banner